Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Side 131
ALMANAK 1914.
121
ingin, og lögSu ýmsir á flótta, — sögSu sig úr söfnuSinum,
jafnvel sumir þeir, er áöur höföu veriö í brjósti fylkingar.
Sumarið 1910 sagöi Alberta-söfnuöur skilið viö kirkjufjel.
og varö að segja þaö tvisVar siniium áöur leiötogar kirkju-
fjelagsins tækju úrsögnina gikla. I',aÖ sama sumar kom
hingaö guðfræðingur Carl J. Olson, sem nú er orðinn prest-
ur, og dvaldi hjer einn mánuö; fíutti hann messu á Marker-
ville og víöar meðal Islendinga hjer; hugnaöi mönnum þaö
erindi vel, því hann var prúðmenni í allri umgengni og
mælskumaður mikill. En svo hefir síra P. Hjálmsson unniö
öll prestsverk fyrir byggöarmenn, síðan liann ljet af safnað-
arþjónustu, og flutt nokkrar messur; ella hefðu menn ekki
haft neina prestsþjónustu, og vafalaust er það ávöxtur hans
prestslegu verka, að fólk hjer heldur vel viö kristilegum sið-
um og kristilegum hugsunarhætti. Þaö sjest glöggt hjer
við hin alvarlegu tilfelli, að allir eru bræður og systur í
drottni. — Illt mun forstööumönnum safnaðarins hafa þótt,
aö svobúið stæði, og munu því hafa leitazt fyrir að fá prest
norður til að þjóna söfnuðinum, og aö tilhlutun þeirra varö
þaö, að síra Carl J. Olson, prestur Gimli-safn., kom norð-
ur í maí 1913, og var hjer einn mánuð; flutti hann messur á
Markerville, Burtn Lake og Red Deer. Er svo sagt, að safn-
aðarnefndin hafi samið um við hann, að hann kæmi aftur á
næsta hausti, 1913. — í stjórnarnefnd Alberta-safnaðar eru
nú: Kristján Jónsson, Jóh. Björnsson, Ófeigtir Sigurðsson,
Gisli Eiríksson og Árni Pálsson.
RitaÖ t júní 1913.
SMJÖR- OG OSTAGERÐARFJELAGID.
Þess hefir áður verið minnzt, að Helgi Jónasson byrjaði
verzlun á Markerville vorið 1897; byggðu þá bændur um
santa leyti ostagjörðarhús á Markerville, aðallega á sinn
kostnað. Byrjaði þá Helgi að láta vinna að ostagjörð; unnu
l1eir báðir að henni hin næstu missiri, Jón Benidictsson og
Helgi, samt hvor í sínu lagi. Ostur var þá í lágu verði á
markaðnum, 7—10 cts. pd.; framboð á honum var þá meira
en eftirspurnin. Ostagjörðarmennirnir verzluðu þá með ost-
11111 °S greiddu bændum andvirði hans í vörum, en peninga-