Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Side 101
ALMANAK 1914.
91
—Báöir eru þeir bræöur einhleypir menn og farnast vel
efnalega.
JÓHANNES JÓNSSON, frá Fossvöllum í Jökulsárhlíö,
nam land suöaustan til i Siglunessbygð voriö 1906. Hann
fluttist vestur um haf áriö 1901 og settist aö í Álftavatns-
bygö og vann hjá bændum þar fyrst, lengst hjá Jóni Sig-
fússyni aö Clarkleigh P.O. Síðan byrjaöi hann búskap á
Rabbit Point á landi er Jón átti og bjó þar til þess er hann
flutti hér norður. Foreldrar Jóhannesar voru Jón Björns-
son bónda Hannessonar frá Brunahvammi í Vopnafirði, og
kona lians Ingunn Jóhannesdóttir frá Syðrivík í sömu sveit.
Kona Jóhannesar er Ólöf Jónsdóttir, bónda Jónassonar frá
Valþjófsstöðum í Núpasveit; voru þeir bræður Jón og Gísli
faðir Forsteins skálds og ritstjóra í Reykjavík. Þau Jó-
hannes og Ólöf eiga 7 börn á lífi, 3 sonu. Jón Helga, greind-
an efnispilt, er numið hefir land í grend við föður sinn, Ólaf
og Óskar; dætur þeirra eru Ingunn, Ástfríður, Helga og
Ragna. — Með Jóhannesi kom hér noröur Ingunn móðir
lians, þá hátt á sjötugs aldri, og nam hún hér land. Hún er
dáin fyrir nærri þrem árum. Ingunn var dugnaðar kona
með afbrigðum og naut virðingar og vinsælda allra er henni
kyntust, í fylsta mæli. Jóhannes býr góðu búi og heimili
hans er eitt með þeim myndarlegustu hér um slóðir. Enginn
mun sá vera, sem þekkir hann rétt, er ekki ann honum þess
sannmælis, að liann sé “góður drengur.” Hann hefir góða
greind og er fastlyndur. Hann er í skólanefnd í Sigluness-
héraði og var endurkosinn til þess starfa næstliðið ár.
EGGERT STEFANSSON býr suðaustan við Dog
Rake. Eggert er bróðir Kristins Stefánssonar skálds, sonur
Stefáns Tómassonar og Vigdisar Magnúsdóttur, er bjuggu
að Egilsá í Skagafirði. Eggert flutti vestur 'um haf 1885.
Kona hans er Margrét Halldórsdóttir bónda við íslendinga-
fþót í Nýja íslandi; var hann einn af fyrstu frumbyggjum
NHa íslands. Kona hans og móðir Margrétar er Ingibjörg
Jónatansdóttir. Eggert dvaldi fyrst á ýmsum stöðum í
Geysis-bygð í Nýja íslandi og nam þar síðan land og bjó