Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Blaðsíða 112
102
• ÓLAFUR S. THORGEIRSSON :
sýslu. Móöir Eggerts, Guölaug Hjálmsdóttir frá Kúskerpi í
í Blönduhlíð í, Skagafjaröarsýslu. Kona Eggerts er Svan-
hildur Sigurbjörnsdóttir, Sigurössonar á Einarsstööum í
Kræklingahlíö, Kristjánssonar. Var Siguröur bróöir þeirra
Kristjáns amtmanns á Akureyri og séra Benedikts í Múla.
Móöir Svanhildar var Guðbjörg; var hún systir Svanhildar
fyrri konu Jörundar í Hrísey, fööur Lofts húsageröarmanns
og fasteignasala í Winnipeg. Eggert fiutti vestur um haf
vori'ö 1906 frá Kambhóli í Arnarnesshrepp í Eyjafjarðar-
sýslu, flutti sama sumar norður í Siglunessbygö og dvaldi
fyrsta árið hjá Jörundi Eyford, bróöur Svanhildar, sem um
er ritað hér að framan, nam síðan land í Siglunessbygð og
býr þar. Eggert er myndarmaður, hefir góða greind og er
hreinn og beinn i lund. Honum hefir farnast vel, kom hing-
að eignalaus, en hefir bygt sér gott íbúðahús og á talsvert af
gripum, svo það má heita einsog kallað var á íslandi, að hann
sé “fremur veitandi en þurfandi.” Börn þeirra hjónanna,
Eggerts og Svanhildar, eru 5: Sigurbjörn, Jóhann, Davíð,
Sigríður og Guðbjörg. Eggert er fóstursonur séra Davíðs
Guðmundssonar, er lengi var prestur á Hofi í Möðruvalla-
sókn, var hjá honum frá því hann var á fyrsta ári og þar til
hann var tvítugur.
FRAMAR IÓNSSON BYFORD, póstafgreiðslumaður
á Siglunesi. Faðir Framars var Jón Sigurgeirsson á Veisu
í Fnjóskadal, er býr nú á Melum í sönm sveit; en móðir
Framars var Stefanía Friðbjörnsdóttir bónda á Draflastöð-
um; var Friðbjörn bróðir Jakobs Eyford, sem býr í Dakota
í Bandarík-iunum. Kona Framars er Baldrún dóttir Jörund-
ar Eyfords, sem áður er um ritað. Framar fluttist vestur
um haf vorið 1903, var fyrst á ýmsum stöðum við bænda-
vinnu, við verzlunarstörf fhjá Helga EinarssyniJ á Nar-
rows og í Winnipeg um hrið. Framar nam land í Sigluness-
bygð 1908 og býr þar síðan. Framar er greindur, les tals-
vert cg hefir þess góð not, því hann er minnugur vel. Hann
er glaðlyndur og lipur í umgengni og farnast fremur vel;
kom hingað eignalaus, en á nú talsvert, og “á það sem hann
hefir”. Hann varð fyrir þvi óhappi, að íbúðarhús hans