Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Side 155
ALMANAK 1914.
145
einnig ættaSri úr Þingeyjarsýslu; þau eiga 5 börn upp-
komin, mannvænleg. Þau hjón komu frá Islandi 1891, til
Selkirk, Man, og dvöldust þar 13 ár; eiga þau nú mjög
myndarlegt heimili.
Asgcir og Tryggvi eru bræður tveir nefndir, synir Þor-
steins HaUgrímssonar einhenta. Þeir komu til Edmonton
áriö 1906, báöir þá fjölskyldulausir. Tryggvi haföi áður
stundað málverk vestur á Kyrrahafsströnd, og stundaöi þá
iðn, er hann kom til Edmonton, haföi þó ekki fastar stöðvar
þar fyrr en snemma á árinu 1912; varð hann þá gestgjafi
í fjelagi viö innlendan mann og fórst það ágætlega; en heils-
an brást honum og varö berklaveiki dauðamein hans í Apríl-
mánuði 1913; var talinn að honum hinn mesti mannskaði,
því hann var dugandi maður og mjög vinsæll. — Ásgeirs
verður bezt minnzt í sambandi við annan mann, sem
fluttist jjangaö um sama leyti.
Maöur sá er Sveinn Þorvarðsson, Sveinssonar frá
Hraundal í Mýrasýslu. Kona Sveins er Jóhanna Jónsdóttir
Hjálmarssonar frá Svold pósthúsi i Noröur-Dakota, U. S.;
höfðu j)eir Sveinn og Ásgeir unnið fyrr við verzlun A. Friö-
rikssonar i Winnipeg; var J)á mjög lofaö ágæti og framtíð-
arhorfur Edmonton hjeraðsins; fýsti J)á fjelaga, að freista
gæfu sinnar ])ar norður; Ásgeir gaf sig þá fyrst um sinn
viö fasteignasölu, en Sveinn viö húsasmíði; leiö eigi langt,
áður ])eir keyptu lóð, í aðalstræti bæjarins, og byggðu á
henni kvikmyndasýningahús; mun hafa geíið þeim lítinn
hagnaö fyrst um sinn, því J)á var J)að ekki vel sett; en
smámsaman jókst viðskiftastarfsemin í þeim hluta borgar-
innar, og fasteignir hækkuðu að verðmæti; urðu ])eir fjelag-
ar þá vel settir með leikhús sitt; en þá varö það, að það
revndist ónóg húsrými; leigöu ])eir fjelagar þá lóð um 15
ar, og byggðu á henni eitt hið veglegasta leikhús, sem byggt
hefir verið i þeim bæ. Húsið er að stærð: 100 fet lengcí, 40
fet breidd, tvílyft, með kjallara undir því öllu, byggt úr
rauðum múrsteini; salurinn rúmar full sex hundruð manns
°g er hinn prýðilegasti. — Ásgeir kvæntist 1912, Guðfinnu,
dóttur Árna bónda Sveinssonar i Argyle, Man. — Þeir fje-
lagar eru lipurmenni og snyrtimenni í öllum viðskiptum; er