Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Síða 100
90
ói.afur s. thorgeirssoM :
þúfu í Vallhólmi í Skagafiröi. Faöir Andrésar var Gísli
Jónsson bónda aö Grófargili, er bjó þar um alllangt skeiö.
Anima Andrésar, kona Jóns í Grófargili, hét Halldóra; var
hún sögö laundóttir Halldórs Vídalins klausturhaldara á
Reynistað. Móöir Andrcsar var Ingunn Steingrímsdóttir;
kona Steingríms og móöir Ingunnar hét Sigríöur Ólafsdóttir.
Voru þau ættuö af Skagaströnd. Kona Andrésar Gíslason-
ar er Sigríöur Jónsdóttir, fædd 19. Sept. 1864 aö Húsatóftum
á Skeiöum í Árness slu. Foreldrar hennar voru Jón
Guðnason og Sigríöur Jónsdóttir. — Þau Andrés og Sigríö-
ur fluttu vestur um haf sumarið 1902, dvöldu í Winnipeg
þar til haustið 1903, en fluttu þá til Selkirk og þaðan til
Delta vorið 1904. Haustið 1904 fluttu þau til Rabbit Point
í ÁlftavatnsbygS, og voriS 1905 fluttu þau í SiglunessbygS;
hefir Andrés numiö þar land og bygt tiinburhús myndarlegt.
Þegar þau fluttu vestur um haf, komu meö þeim tveir synir
Andrésar, Ingólfur þá 16 ára og Helgi Bergmann, sonur
þeirra Sigríöar og hans, 4 ára. Þeim bar sá harrnur aö
höndum sumariS 1911, aS Helgi sonur þeirra varö fyrir
skoti úr byssu, er hann var á fuglaveiöum, og beið bana af.
Andrés var blindur orSinn, en eldri sonur hans fjærverandi.
Var sonarmissirinn því sorglegri, því hinn látni var harð-
gjör og efnilegur og í þann veginn að verSa ellistoð foreldra
sinna. Þau Andrés og Sigríður halda áfram búskap, þótt
bæSi séu heilsuiasin og hann blindur, og eru þeim nú til aö-
stoöar hálfbróðir Sigríðar, nýkominn frá íslandi, Jón Stein-
þórsson, og frændi Andrésar, Kristján að nafni. Þau hafa
ekki stórt bú, en farsælt, og má því heita þeim farnist vel
efnalega. Andrés er greindur maöur og fastlyndur.
JÓN MAGNÚSSON, Skaftfellingur, flutti í Sigluness-
bygð haustið 1907; keypti hann land af Birni Mathews, er
áöur var eign Sæmundar BorgfjörSs. Um Jón er áður getið
í þætti Álftvetninga. Jón er greindur og glaðlyndur og
fyndinn i orði.
BBNBDIKT MAGNÚSSON, bróðir áðurnefnds Jóns,'
fluttist í Siglunessbygð með'bróður sínum og nam þar land.