Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Side 150
140
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON Í
ítrekaðar tilraunir hefi eg ekkert fengiS a’ð vita um ætt hans
nje konu hans.
ÍSLENDINGAR I SUDUR-AEBERTA.
Jón Kristjánsson. — Uni hann er ritaö í landnámsþætti
Mouse River byggöar, sem út kom í Almanaki O. S. Thor-
geirssonar 1913, og mun mega vísa til þeirrar umsagnar,
hvaö ætt hans áhrærir o.s.frv. Jón flutti til Alberta áriö
1904 um voriö í Júní, ásamt tveimur sonum sínum; settist
hann aö í grennd við Claresholm; pósthús hans er nú Bar-
ons. Með sjer flutti hann kvikfjenaö þann er hann átti í
Mouse River byggð. Eptir ljet hann konu sína vera með
yngri börnin, meðan hann væri að búa þeim heimili hjer
vestra, og var sú ráðagerð hans, að hún skyldi koma vestur
með börnin á næsta hausti í Septembermánuði; en það átti
ekki að veröa, því hún andaðist 4. ágúst um sumarið í fjar-
veru Jóns, og hefir það verið raun mikil fyrir hann, góðan
dreng og tilfinningarikan; en þá hefir það orðið honurn
helzti harmljettir, að Mouse River byggðarmenn önnuðust
um konuna 5 veikindum hennar og. gjörðu útför hennar heið-
arlega og sýndu með því, að Jón hafði unnið sjer velvild
þeirra og virðingu. Með konu sinni hafði Jón eignazt 13
börn, en sjö af þeim náðu aldri, 6 piltar og 1 stúlka, sem öll
eru komin til Alberta. Stúlkan, Anna Guðrún, er gipt
Bandaríkjamanni, og lifa þau nú i Great Falls, Montana
Bræöurnir eru allir ókvæntir, en tveir þeirra, Guöjón og
Kristján, hafa numið lönd í námunda við föður sinn. Jón
kvæntist annaö sinn í okt. 1909, Kristínu Rósenk'ranzdóttur,
ekkju Guðmundar Guömundssonar, sem dó á Baldur, Mán.,
árið 1902; þau voru bæði ættuö úr ísafirði vestan á íslandi,
—Litla kunnleika hefi jeg haft af Jóni, liefi sjeð hann einu
sinni, en fleirum sinnum hefi jeg sjeð hann í anda og kynnzt
honum í gegnum þann boðbera, sem hefir sannfært mig um,
að hann sje drengur hinn bezti, skynsamur og í bezta lagi
ritfær maður; en tilfinningamaður er hann, kappsamur og
fylginn sjer, líklegur til að vera trauöur á að láta hlut sinn,
eða sleppa málstað sínum, hiröir þá máske lítt um, við hvern
er að eiga, hvort kjóllinn er síður eða stuttur. — I Suður-