Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Page 168
158
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON :
og fáskiftinn — meS dökk dreymandi augu, fáir veittu
honum eftirtekt — hann var fátækur — en „fáir eru
vinir þess snauSa“. — Tímarnir liSu hægt og jafnt,
drengurinn óx og þroskaSist, kollinum fór aS smá
skjóta upp ylir ládeySuborð almennings og nú er svo
komiS, aS hann stendur all-hátt í menningarstiganum;
— frjóanganum, sem nötrar og skelfur í kuldanepju
lífsins sinna fáir, en blómknappinn útsprungna dá
margir! — Og móSurinni hefir veizt sú ánægja aó sjá
óskirnar uppfyllast, — drengurinn hennar er orSinn
aS manni! — Fyrir ástundun, iSni og ráðvendni er
hann sá fyrsti Minnesota Islendingur er sæti skipar á
stjórnarbekkjum Minnesota-kapitolium, og þangaS
komst hann mótsóknarlaust, og hér séróu myndina af
honum.
Hann er nefndur Gunnar, er Björnsson, Bjarna-
sonar, sá Björn var einn af ættliðum þeirra skáldanna
Páls og Jóns Ólafssona. —MóSir Gunnars heitir Krist-
ín og er Benjamínsdóttir úr ÞistilfirSi og Eyjafir3i,dugn-
aðar kona og orShög meS afbrigSum — svo aS hon-
um stendur orSgnótta kyn á báSar hliSar, enda er hann
oft all-vel snjallmæltur í ræðu og riti. — I 15 ár hefir
hann veriS ritstjóri „Minneota Mascot“, blað hans er
nú taliS aS vera eitt af beztu og áhrifamestu viku-
blöSum ríkisins. — Gunnar er maður í hærra lagi, all-
vel ásigkominn aS vexti, svartur á hár, drengilegur á
svip, enniS hátt og hvelft, augun blágrá og er sem
þau skjóti frá sér gletnisglömpum, félagsmaSur góSur,
samvinnuþýður, er metinn hrókur alls fagnaSar í
samkvæmum, orShvass og fyndinn.
Hann er giftur Ingibjörgu Ágústu Jónsdóttur,
Jónssonar, Sveinbjarnarsonar frá Hóli í Hörðdal;
börn eiga þau 4, þrjá drengi og eina dóttur, nöfn
þeirra eru: ESvard Hjálmar, Kristján Valdimar,
Gunnar Björn og Helga SigríSur.