Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Page 152
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
1 12
ÍSLENDINGAR í CALGARY.
Nokkrir íslendingar eru í Calgary, auk þeirra, sem áSur
er getið, sumir af þeim búsettir; skal þeirra getiS hjer:
Finnur Jónsson, Jónss'onar, ættaður úr EyjafjarSarsýslu.
Hans kona er Snjólaug Sigurðardóttir frá Krossi á Árskógs-
strönd. Þeirra börn fjögur á lífi: Sigurrós Filippía, gipt
manni af enskum ættum; önnur dóttir þeirra, María; tveir
synir: Walter og Vilhjálmur, öll með foreldrum sínum.
Finnur fór frá Sauðárkróki í Skagafirði vestur um haf til
Noröur Dakota 1888 og dvaldi þar tvö ár; fór þaðan til Al-
berta 1891 og settist að í Calgary, en flutti norður til Alberta
nýlendunnar 1893 og var þar Jjangað til 1897, að hann flutti
til Calgary aptur og hefir búið þar síðan.
Pjetur Jóhannsson frá Húsabakka í Skagafjarðarsýslu.
Hans kona Jóhanna Jónsdóttir, skagfirzk að ætt. Þeirra
börn sex.
Edwin Anderson, á konu af norskum ættum; þeirra börn
])rjú; hann er hárskeri að handiðn.
Annar hárskeri er í Calgary, Sigurður Sigurðsson, ætt-
aður af Vestfjörðum á íslandi.
—Þess skal getið, að litlu eptir 1900 flutti hingað frá
Garðar, Norður Dakota. Geirhjörtur Kristjánssbn, aldraður
maður. Hann nam land skammt frá New Hill pósthúsi;
hann dó eptir tveggja ára veru hjer, áður hann yrði eigandi
að landinu. Kona hans hjet Guðfinna, og dó hún ári síðar.
Um ætt þeirra er mjer ekki kunnugt.
I Alberta nýlendunni munu nú vera sem næst 300 ís-
lendingar, eptir því, sem næst verður komizt. Alls munu
vera í Alberta um 450, nær allt er talið, bæði úti á lands-
byggðinni og í bæjunum. Sennilegt er, að þeir sjeu heldur
fleiri, því einstöku menn dvelja á ýmsum s'töðum við at-
vinnu, sem eigi er hægt að telja.