Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Qupperneq 121
almanak 1914.
111
breyti eg kki, enda munduö þiö ekki virða mig meira, þó eg
seldi sannfæring mína fyrir atkvæði ykkar.”—Úrslitin urðu
þau, að enginn annar bauð sig fram.
Árið 1900 bauð Jón sig ekki fram til þingsetu; olli því
magnleysi í fæti, sem hann hefir aldrei orðið laus við síðan;
treystist hann eigi til að þola þingferðina á landi og þaðan
af síður sjóferð, vegna sjóveiki; enda höfðu læknar bannað
honum sjóför.
Vorið 1902 bauð Jón sig aftur fram til þings, og varð
baráttan aðallega milli hans og Jóhannesar sýslumanns Jó-
hannessonar bæjarfógeta á Seyðisfirði; var sú kosning
sótt af miklu kappi og hafði Jón enn sem fyr alla embættis-
menn á móti sér að viðbættum öllum hreppstjórum, nema
tveimur. Lauk þeim bardaga þannig, að Jón varð hlut-
skarpari, fékk 6 atkvæði fram yfir sýslumann. — Ilefir Jón
oft sagt í gamni síðan, að af því hann sé kominn á raups-
aldur, þá verði hann að hæla sér af því, að hann sé sá eini,
er borið hafi gæfu til að standa á kjördegi yfir höfuðsvörð-
um fornvinar síns Jóhannesar sýslumanns.
Ummæli merkra manna um Jón á þingárum hans eru:
“Fjallkonan” 1889: “Hinn nýi þingmaður, Jón frá
Sleðbrjót, reyndist vel. Hann fylgdi fast sínum flokki, en
sýndi þó í ýmsurn málum, að hann hefir sjálfstæðar skoð-
anir.”
Palladómar Valdimars Ásmundssonar urn þingmenn
1894: “Jón á Sleðbrjót er ekki fríður sýnum, en glaðlegur
cg einarðlegur. Hann er vel máli farinn, hefir snjallan róm
og skýran og getur verið bituryrtur þegar því er að skifta.
Hann er frjálslyndur í öllu, kirkjumálum líka.”
Þegar vistarbandsmálið var til annarar umræðu i neðri
deild alþingis 1895, urðu um það allharðar umræður. Töl-
uðu móti því beztu ræðumenn andstæðinganna, Guðlaugur
sýsluinaður Guðmundsson o. fl. Um umræöurnar fórust
Hannesi E>orsteinssyni svo orð í “Þjóðólfi” daginn eftir:
Umræður voru allharðar; fannst oss Jón frá Sleðbrjót tala
þar snjallast allra.”
. Og tvímælalaust mun Jón mega teljast með nýtari
þtngmönnum. Hluttaka hans í sveitarmálum æfinlega til
ut»s betra, og margir er minni máttar voru, munu ætíð minn-