Jörð - 01.06.1942, Side 8
Við háhvolf sólaráttar ber heiðan jöklagarð,
Sem hlið til Furðustranda ég eggi Vonarskarð.
Vor þekking lukt er jöklum, vor þögn vor æðstu rök:
Vér þjálfast lengi verðum, unz hefjum stærstu tök.
í dýpstu þagnar hyljum býr Drottins vizka sönn;
En dul og köld er þögnin sem sporlaus jökulfönn.
Þá sögu bezt luín þekkir, er svífur andinn hæst.
— Ilver sál er vinur Þagnar, sem flýgur himni næst.
En dimm er löngum þokan um Dyngjujjalla skörð
Og dánarblæju sveipuð hin gróðurlausa jörð.
Og enn ern tengdar sagnir við Ódáðahraun
Um óp og neyðarstunur — og hvers konar raun.
Ég drunur heyri þungar sem dimman tröllasöng;
Sé dreifast úðabólstur frá svartri gtjiífraþröng.
Og kraftur fer um taugar og kaldan súg ég finn,
Er, kóngur íslands fossa, ég nálgast barminn þinn.
Af fjallsins Skuggabjörgum þú fleygir sjálfum þér
í feigðardjúpsins greipar — allt þrotlaus hringferð er.
Hér glíma Líf og Dauði — svo gunnreift straumaflóð:
Öll geigvæn, hamslaus veltan sem mannkynsins blóð.
Þií stoltur ert sem Svinxin, er stormsins hæðir tök.
Þín stærð er villtur kraftur, sem engin skelfist rök.
En — eldraun hef ég lifað, er innra fann það hnoss,
Sem er þér jafnvel stærra, hinn mikli Dettifoss.
Vér kvíða skulum engu, þótt krókótt verði leið.
Það karlmennskuna stælir, að nornir magni seið.
6 JÖRD