Jörð - 01.06.1942, Qupperneq 20
ið og má greinilega sjá isjaka, sem fallið hafa úr jöklinum,
fljóta á vatninu. Lengra uppi í Vatnajöldi norður af Hágöng-
um, sjást hvassir hamrar upp úr jöklinum; það eru Geir-
vörtur (1435 m). Þar norður af er liá jökulbunga, sem heitir
Þórðarhyrna (1660 m), en meginjökullinn fer enn smáhækk-
andi til norðurs, og eru jökulbungurnar upp af Vonarskarði
hæstar á Vatnajökli og er liæsta hjarnbungan kölluð B á r ð-
arbunga, líklega eftir Gnúpa-Rárði, sem fór suður Von-
arskarð fyrstur manna. Bárðarbunga er af ýmsum talin
hærri en Öræfajökull, en þar sem jökullinn hefur ekki enn
verið mældur nákvæmlega ])arna, er ekki gott að segja livað
hæft er í þvi, en eitt er víst að ekki munar miklu á hæðinni.
Norðvestur af Þórðarhyrnu eru upptök Skaptárjökuls, og
hallar jöklinum þaðan til suðvesturs, og sést ágætlega, hvar
jökullinn breiðir sig út vestur af Hágöngum. Lengst í vestri
sést Mýrdalsjökull og er liann að sjá flatur og breiður, en
upp af honum sjást svo gýgbarmar Eyjafjallajökuls (1666
m). Suður af Mýrdalsjöldi sést svo Hafursey (584 m), og
Hjörleifshöfði (221 m) á Mýrdalssandi og fjöllin í Mýrdaln-
um. Lengra uppi í landinu sést Tindfjallajökull (1462 m)
og Hekla (1447 m) og sést liún ágætlega, þar sem hún gnæf-
ir uppi yfir önnur fjöll, sem eru fyrir framan hana. Fjöllin
á Landmanna-, Skaptártungu- og Síðuafrétti og fjöllin við
Torfajökul (1281 m) sjást fyrir framan Tindfjallajökul og
Heklu, og enn lengra uppi í landinu sjást f jöllin i öræfunum
við Veiðivötn og Langasjó; eru það ótal tindar og hnúkar
og illt að greina þá í sundur, vegna þess live mergðin er
mikil. Upp af Grænafjalli sést á marga tinda bak við Vatna-
jökul; það éru Kerlingarf jöll (1478 m) og eru þau að sjá rétt
norður af Geirvörtum. Norður af Þórðarhyrnu sést svo að-
cins á Hofsjökul, en ekki er það meira en svo, að í hvarf er
hann kominn á bak við Vatnajökul, þegar maður er kominn
niður á jökulsléttuna fyrir neðan Hvannadalshnúk. Öll eru
íjöll þessi og jöklar að sjá langt upp yfir Lómagnúp og fjöll-
unum norður af honum, og sjást þau furðulega vel, þó að
fjarlægðin sé mikil, eða allt að 150 km. Norður af miðjum
Vatnajökli koma Kverkfjöll í ljós hak við hjarnhreiðuna,
18
JODÐ