Jörð - 01.06.1942, Side 23
vegalengdin af Hvannadalshnjúk til þess, sé yfir 100 km.
Á Snæfelli virðist vera lítill jökull, því að hinar snjólausu
hlíðar þess bera hátt upp af Vatnajökli. Á bakvið austurbrún
Vatnajökuls sést svo á marga tinda og fjallgarða og hverfa
þeir að lokum í móðu, vegna fjarlægðar, þó má greinilega
sjá á fjallstindana upp af Lóni og fjöllin undir austurbrún
Vatnajökuls, svo sem Goðaborg (1429 m) og fjöllin upp af
Eyjabakkajökli.
Norðvestur af Hvannadalshnúk sést á mikla og stórkost-
lega fjallgarða undir suðurbrún Vatnajökuls. Þar eð fjall-
lendi þetta er svo niálægt Öræfajökli, veitir maður þvi sér-
síaka athygli. Fjöll þessi eru með djúpum dölum og gil-
skorningum. Skeiðarárjökull rennur meðfram vesturbrún
fjallanna og beygir síðan i suðaustur og fellur Skeiðará út
undan jöklinum við rætur Jökulfellsins (865 m) og er hún
rnjög áberandi að sjá ofan af Hvannadalshnúk. Norður af
Jökulfelli hækka fjöllin og er Stóri-Blátindur (1195 m) þar
liæstur, en fjöllin hækka enn meira, þegar norðaustar keniur;
beint upp af Stóra-Blátind, en fyrir vestan Skeiðarárjökul
sjást Hiágöngur upp við jökulröndina. Skaptafellsfjöllin
ganga siðan í norðaustur og þar á bak við eru hjarnbreiður
Vatnajökuls og hallar jöklinum þaðan niður að upptökum
Skeiðarárjökuls og Breiðamerkurjökuls, og síðan gengur
Oræfajökull suður úr Vatnajökli, eins og kunnugt er. Norð-
vestur af Hvannadalslinúk er mikil dæld í jöklinum og eru
Hrútfjallstindar þar á hakvið; hæsti tindurinn þar er 1875
m á liæð. Svínafellsjökull hefur upptök sin úr dæld þessari
og er ákaflega brattur og sprunginn, þar sem hann gengur
niður á milli Svínafellsheiðar og Hafrafells. Vestur af Hrút-
fjallstindum lækka svo fjöllin og enda þar á Hafrafelli.
Skaptafellsjökull, sem hefur upptök sín í slakkanum á milli
Vatnajökuls og Öræfajökuls, rennur meðfram Hafrafelli að
norðvestan og sameinast þar Svínafellsjökli, og sést ágætlega
á jökulsporðinn, þar sem hann er kominn niður á sandinn
fyrir vestan Hafrafell. Hrútfjallstindar eru sums staðar svo
brattir að suðvestan, að jökull tollir þar ekki, en að norðvest-
an og austan er mikill jökull á þeim. Austur af Hrútfjalls-
JÖRÐ 21