Jörð - 01.06.1942, Blaðsíða 25
hverfur þar inn undir jökulfargið. SvínafellsjökuU liefur,
eins og áður segir, upptök sín á milli hryggsins og Hrút-
fjallstinda og er jökullinn afar þykkur á þessu svæði, svo
að aðeins sést á livassa hryggi, sem koma upp úr jöldinum,
en þarna fer jökulinn smálækkandi ofan frá Hvannadals-
hnúk og endar neðst á Svínafellsjökli, þar sem liann er
kominn niður á láglendið, en Svínafellsfjall og Hafrafell
eru eins og eyjar upp úr jöldinum. Er þetta það langhrika-
legasta og tilkomumesta landslag, sem eg hef séð. Jökullinn
safnast saman i hér um bil skeifulaga dæld, og fellur víða
niður úr 2000 m hæð, en Svínafellsheiði og Hafrafell spyrna
á móti jöklinum, sem þrengist upp og bólgnai’, þegar neðar
dregur, og er jökullinn kominn niður i 100 m liæð, þar sem
hann endar. En lengi-a i burtu sést, hvar randfjöll Vatna-
jökuls ganga fram á láglendið sem geysimiklir höfðar og
núpar, og sést öll hálendisi’öndin vestur á bóginn, svo langt
sem augað eygir, núpur fram af núp. Og í huganum sér mað-
ur landið, eins og það var fyrir þúsundum ára, þegar sjór-
iun gekk lengra upp í hinar vogskornu strendur þess, en
skriðjöklarnir tevgðu arma sína út í hafið og brotnuðu þar.
En síðan fóru jöklarnir minnkandi, og landið hækkaði smám
saman, jafnframt því sem jökulfarginu létli af, en jökul-
hlaupin og jökulárnar liafa síðan á óra löngiim tíma skapað
hina núverandi strönd landsins, en jafnframt þvi hafa hraun-
flóð runnið yfir landið og gefið því þann svip, sem það ber
i dag.
Er útsýnið af Hvannadalslmúk stórkostlegra en orð fá
iýst, Og mun það vera eitt hið glæsilegasta og tilkomumesta,
sem hægt er að hafa af nokkru fjalli hér á landi og þó að
viðar væiá leitað.
T^ERÐIN frá Sandfelli og upp á Öræfajökul tekur venju-
■*- lega sex stundir. Það er að segja: frá Sandfelli og upp
á Sandfellsheiði uppi við jökul, er tveggja stunda gangur,
frá Sandfellslieiði og upp á jökulbrún tvær stundir, og frá
jökulbrún og upp á Hvannadalshnúk tvær stundir. En ef
jökullinn er mjög gljúpur og mikil sólbráð, er maður leng-
jörð 23