Jörð - 01.06.1942, Side 41
Guðmundur Eggerz;
í GAMLA DAGA
Breiðafjarðarheimili fyrir 50 árum
AR SEM ég ræði hér um Breiðafjarðarheimili, þá
1—" minnist ég Breiðafjarðar, eins og liann stendur fvr-
ir mér i ljósi endurminninganna, þegar ég var dreng-
ur i Akureyjum. Þessi Breiðafjörður náði aðeins út til Stykk-
isliólms. Undir Jökli, sem kallað var, nú Ólafsvik og Sand-
ur, var í okkar augum allt annað land. Enda var þar víst all-
mikil fátækt á minum uppvaxtarárum, sem við í Breiðafirði
m i n u m þekktum ekki.
Eg nefni hér til að byrja með þau heimili, sem ég þekkti
bezt, er ég var drengur, og kynntist betur þau (5 ár, sem ég
var sýslumaður i Snæfellsness- og Hnappadalssýslu; Brok-
ey, Hrafnsey, Öxn^y, Fagurey, Elliðaey, Fremri Langey,
Rauðseyjar, Rúffeyjar, Svefneyjar, Skarð, Revkliólar og Ak-
Ureyjar. Allar þessar jarðir voru setnar af bændahöfðingj-
um; byggingar miklar og ábúendur allir í minum augum
það merkir menn, að ég mundi með litlum undirbúningi
geta skrifað langt mál um livern og einn þeirra.
Eg tek þann kostinn að skrifa um það heimilið, sem ég
þekkti bezt og mér er kærast, A k u r e y j a r, en tek jafn-
framt fram, að lifnaðarhættir, mataræði, aðdrættir, fugla- og
sclveiði og yfirleitt allur búskapur var með svipuðum hætli á
öUum heimilunum. Ef mér því lánast að draga upp rétta
mynd af þessum hlutum fvrir ykkur af Akureyjum, ])á gild-
ll' bún líka að mestu um öll bin heimilin.
iSAR sem Gilsfjörður gengur austúr úr norðurbotni
A Breiðafjarðar, syðst á takmörkum fjarðanna, liggja
U eyjar og 14 hólmar, græn og grasi vaxin, auk óteljandi
skerja, undir eitl býli, sem nefnist Akureyjar. Eyjarnar eru
umkringdar fjöllum á þrjá vegu. Til austurs og suðurs eru
þrir fjórðu úr mílu til Skarðstrandar. Til norðurs liðug míla
jörd 39