Jörð - 01.06.1942, Page 52
að hirt sé um að steypa það verulega upp að nýju eða bræða sam-
an við annað, til að gera úr stórsmíði. Þetta brotasilfur er margt
efnisgott, en lítið er annað en allgott efni í þremur hinum fyrstu
bókunum, sem hér hafa verið taldar. í 4. bókinni, Sögnum og þjóð-
háttum Odds Oddssonar, hefur efnið meira verið lagt til hæfis, en
það er fyrst og fremst gert til að verja gamlan fróðleik frá glötun.
Sagnir úr Húnaþingi eru reyndar tvær stuttar ættarsögur, saga
Þingeyrafeðga, Ásgeirs Einarssonar og Jóns Ásgeirssonar, og Saga
Sigurðar og Þorbjargar i Ivatadal á Vatnsnesi og þeirra niðja. Sú
fyrri þeirra, saga Þingeyrafeðga, er að visu mjög í brotum, raun-
ar margar sagnir án glöggs söguþráðar. En ln'in er borin upp af
frábærri orðsnilld, og svo gefa mannlýsingarnar henni heildar-
svip. Hin er söguleg heild, en hvorki er orðfæri eða mannlýsing-
ar þar af þvilíkri snilli sem i liinni fyrri. Þeir sem settu svip á
bæinn eru einskonar minningarorð um „betri borgara" Reykjavikur-
bæjar á uppvaxtarárum höfundarins. Líkræðukeimur er að, en
það er nokkurs virði, að hafa nöfn og myndir þeirra manna, sem
þarna eru nefndir, á einum stað. Saga Skagstrendinga og Skaga-
manna er ærið forneskjuleg, líka að því leyti, að lnin virðist hafa
brenglazt i afskriftum, eins og illa meðfarin fornaldarsaga. Sagan
er annars sæmilegur fulltrúi söguritunar íslendinga fyrir liundrað
árum, en er óþarflega forneskjuleg til að gefa réta mynd af þeim
tima, sein hún segir frá. Stafar þetta af þvi, hve mjög höfundur
hennar tók fornaldarsögur sér til fyrirmyndar, án þess að hann
gæli náð því, er þar var mest um vert. Sagan af Þuríði formanni
er ágæt bók, og má óhætt telja hana hið bezta rit í þessari grein
frá tímanum fyrir og um aldamótin siðustu. Þar fer saman glögg-
skyggni, liispursleysi og samúð í mannlýsingum, mikil yfirsýn og
rýni eftir rauðum þræði sögunnar, snjallt og látlaust málfar, skáld-
legt ímyndunarafl og samvizkusöm könnun á söguefninu. Helzt
verður það að sögu þessari fundið, sem listaverki, að hún er nokk-
uð erfið í lestri fyrir það, hve margir eru kvaddir til sögunnar.
En annars er hún að list sambærileg við hinar betri íslendinga-
sögurnar og þeim vafalaust fremri að sannfræði. Þessi önnur út-
gáfa sögunnar er vönduð eftir því sem bókaútgáfa hér á landi
er nú.
Fjórar siðustu hækurnar eru ævisögur færðar í listrænan bún-
ing að íslenzkum hætti. Um þá, er fyrst er nefnd, Prá liðnum ár-
um, er það fyrst að segja, að þrennt virðist nokkuð draga úr gildi
hennar. Fyrst er það, að sá, er sagan er hermd eftir, hefur verið
farinn að sljóvgast, 'er hann var gerður að heimildarmanni. Ann-
að það, að hann brestur kjark til að nefna nöfn þeirra, er koma
við sögu, þar sem máli skiptir, og þó að mennina, sem frá er sagt,
megi þekkja, hefur það á óeðlilegan hátt dregið úr því aðhaldi ’um
50 jörp