Jörð - 01.06.1942, Page 56
T)RENTUN MYNDA hefur tekið mikluin framföruin hér á landi
-*■ á síðari árum, og hefur bókagerð á árinu mjög notið þess. Bœk-
urnar eru og yfirleitt prentaðar á fremur góðan pappír, og flest-
um er þeim tjaldað til um það, er fyrst stingur i augu. En annars
er útgáfu margra bókanna, þegar að er gáð, hroðvirknisleg að mál-
fari, prófarkalestri, prentun, heftingu og bandi. íslenzk bókagerð
verður þvi, þrátt fyrir virðingarverð tilþrif, ekki taiin i mikilli
framför að öðrn en vöxtunum.
Kennslubækur í efnafræði og eðlisfræði
hafa JÖRÐ horist til umsagnar. Er hin fyrri eftir Helga Hermann
Eiríksson, en hin síðari eftir Jón A. Bjarnason. Því niiður eru ekki
tök á þvi hér að geta bókanna neitt nánar, en það skal tekið
fram, að með þeim er hætt úr tilfinnanlegri vöntun á þessu sviði
á myndarlegan hátt. Og eiga höfundar og aðrir aðiljar jiakkir skyldar.
Ritstj.
GEÐFASTI
ÍGREIN þeirri, er eg ritaði i siðasta hefti JARÐAR, „Út vil ek“,
varð prentvilla, sem mig langar til að leiðrétta. Þetta er þó
ekki af því, að eg sé venjulega uppnæmur fyrir jafnvenjuleg-
um hlut sem prentvillum, heldur er það af þeirri ástæðu, að mig
langar til að gera grein fyrir orði, „geðfasti", sem mönnum geng-
ur auðsjáanlega iila að skilja. Eg reyndi að rita orðið greinilega
í liandriti mínu og var þó gert úr þvi annað orð, og stoðaði ekki
að eg leiðrétti það í próförk, því að i prentuninni hefur orðið úr
þessu orðleysa: „gcðfastni“ (með greini geðfastninn). Orðið geð-
fasti er þó ekki nýyrði mitt. Eg minnist fyrst að hafa séð það i
æviágripi, er dr. Jón Þorkelsson ritaði um Bóiu-Hjálmar, er hann
gaf út kvæði skáldsins 1915—1919: „1 hinu litla og lága býli lians
brann heitur geðfasti .... og þaðan liafði varpað mörgum vel
þegnum ylgeislum til góðra manna í samtíð hans, þó að bitmýið,
sem hætti sér of nærri logunum, kynni stundum að brenna sig.“
basti er eldur, en þó ekki sá eldur, sem „kveilctur er í þurru limi“,
heldur hinn, „sem í eikistokkinn er lagður“, svo að tekin séu orð
Jóns prests Ögmundssonar, er hann barg Gils Illugasyni frá konungs-
reiði með ræðu sinni. Geðfasti er þvi djúpstæður og langær eldur
i geði, enda á orðið vafalaust að minna á lýsingarorðið geðfastur,
þó að siðari hluti þcss orðs sé raunar af öðrum stofni. Mér er ekki
kunnugt, að annað orð jafngott sé til yfir ]ia§, sem geðfasti á að
tákna, og þvi á að nota það, þar til annað betra verður fundið.
Arnór Sigurjónsson.
JÖRÐ