Jörð - 01.06.1942, Page 61
ar mælikvarða er jafn góð uppfærsla á þessu mikilfenglega
verki þrekvirki. Um vorið var síðan flutt undir stjórn sama
manns í Landakotskirkjunni „Stabat mater“ eftir Pergolesi
og nokkur kirkjulög í Palestrina-stíl. Þessi verk voru sungin
af kvennakór og tókst prýðilega. Undir áramót voru enn
flutt í sömu kirkju og undir stjórn sama manns kaflar úr
h-moll messunni eftir Bach og „113. sálmur Davíðs“, eftir
Hándel. Af þeim, sem með einsöngshlutverkin fóru i þess-
um verkum, verður sérstaklega að nefna frú Davínu Sig-
urðsson, sem hefur liáa og velþjálfaða sópranrödd. Er það
vel farið, að veglegasta guðshús landsins skuli liafa opnað
dyr sínar fyrir tónlist. Dómkirkjukórinn undir stjórn Páls
Isólfssonar flutti og um haustið „Requiem“ í c-moll eflir
Cheruhini, sem er mikið og gullfallegt kirkjutónverk.
ARLAKÓRAR. Að lokum verður hér drepið á karla-
kórana, en karlakórsöngur hefur verið snar þáttur í
sönglifi okkar íslendinga, eins og frændþjóðanna á Norður-
iöndum. Karlakórinn Fóstbræður átti 25 ára afmæli um
haustið og liélt í því tilefni hljómleika, sem voru í senn fjöl-
hreyttir og vandaðir. Lögin voru helztu „trompin“, sem kór-
uin hefur haft á hendinni, enda var meðferðin eftir því vönd-
uð, svo að mörg lögin sungust þannig, að hvorki var á þeim
hletlur né hrukka. Kórinn á sér glæsilega sögu. Söngstjóri
hans hefur Jón Halldórsson verið frá fyrstu lið. Aðsóknin að
samsöngvum kórsins, sem voru margir, var gifurlega mikil.
Karlakórinn Geysir frá Akureyri heimsótti höfuðstaðinn
Uni sumarið og fékk einnig mikla aðsókn og þótti söngur
hans með ágætum; sérstaklega fannst mönnum mikið til
songstjórnarinnar koma, en söngstjórinn er Ingimundur
Árnason. — Karlakór Reykjavíkur söng í apríl við mikla
aðsókn og var prógrammið óvenjulegt, allt óperulög —
Hest lögin voru með einsöngvum og undirsöng kórsins —
°8 féll þessi nýbreytni mönnum vel i 'geð, þótl einsöngvar-
arnir væru engir óperusöngvarar. Þó að þessi nýbrevtni sé
ouð endrum og sinnum til tilbreytingar, þá vildi ég þó ráða
karlakórum frá því að fara út fvrir sitt eiginlega svið, því
JÖRÐ 59