Jörð - 01.06.1942, Side 89
íþróttakennari, Ewert Nilsson, 1930 og 1936. Á sýningarmóti, er
haldið var hér fyrra sinnið sem hann var hér, til að gefa mönn-
um tækifæri til að sjá þennan ágæta íþróttakappa, vann hann
eftirfarandi afrek hvert af öðru, með skömmu millibili, í þessari
röð: Kringlukast 39.55 m., spjótkast um 53.00 m., hástökk 1.78% m.
og stangarstökk 3.50 m. — íslenzkir iþróttamenn hafa oftlega far-
ið fram úr þessum afrekum síðan, öðrum en stangarstökkinu, í
sérgreinakeppnum á mótum hér, — stangarstökksmetið er ekki enn
hærra en 3.45 m. Það er orðið áberandi langt aftur úr hinum met-
unum, ásamt 110 m. grindahlaupinu. Hvenær fáum við dugandi
stangarstökkvara og grindahlaupara? — Nilsson var fræknasti
íþróttamaður, sem hingað hefur komið — e.t.v. að Birgir Ruud ein-
um tindanskildum. Hann varð 8 sinnum sænskur meistari (fjöl-
þrautameistari), en var orðinn atvinnumaður, er hann kom hingað.
J?KKI getur þessi grein, þótt orðin sé alllöng, talizt ýtarleg, nema
nokkuð sé sagt frá þeim mönnum, sem skarað hafa fram úr í sum-
ar, eða gefa sérstaklega vonir um glæsilega framtíð sem íþrótta-
menn. Verður þó aðeins hægt að nefna fáa þeirra, er til greina
Rsetu komið í því efni, en oft er svo, að ekki er auðvelt að sjá
fyrirfram, „að hverju barninu gagn verður“.
Skal hér þá fyrst nefna Brand Brynjólfsson. Aðalundirstaða und-
lr flýti Brands er knattspyrnan, auk upplagsins. Er það ekki fyrsta
S11>n, livorki hér á landi eða annars staðar, sem knattspyrnan
framleiðir góða spretthlaupara; t. d. var Nils Engdahl, einn af beztu
spretthlaupurum Svía, talinn eiga spretthraða sinn mikið knatt-
spyrnunni að þakka, þó að sérgreinarþjálfun kæmi siðar til. Brandur
hefur keppt í spretthlaupum aðeins 2—3 sumur, en þjálfun hans
11111 n hafa farið meira fram á knattspyrnuvellinum en hlaupabraut-
lnni. Hlaupalag hans er sterklegt, en ekki nógu mjúkt. A það að
hkindum rót sína að rekja til þess, að hann hefur ekki notið nógu
rækilegar spretthlaupaæfingar. Handleggjahreyfingar eru góðar,
en mjaðmahreyfingar ekki nógu mjúkar og liðugar, — en það hef-
l11' mikil áhrif á skreflengd og fráspyrnu, Er mikill munur á hlaupa-
higi Brands og Sveins Ingvarssonar i þessu efni. Ef Brandur legði
meiri stund á spretthlaupaæfingu og íþróttaleikfimi, mætti vænta
nnkilla framfara hjá honum, því hann er enn kornungur. — Sigurgeir
Arsælsson er ennþá ekki nema liðlega tvitugur, en er þó búinn
:>ð vera langbezti hlaupari okkar á millivegalengdum í 3—4 ár, og
hann er svo ágætur hlaupari, að hann hefir seilst ýmist „upp“ eða
>,niður“ fyrir sínar eiginlegu vegalengdir — og unnið samt. Hann
a 400 metra metið með Sveini Ingvarssyni — 52.6 sek. — og hann
hefur hlaupið 5000 m. á 0,4 sek. verri tima en það hefir verið hraðast
hlaupig hér á landi (16 mín. 6 sek., Guðjón Júliusson 1921). 1500 m.
JÖBÐ 07