Jörð - 01.06.1942, Page 92
alveg einsdæmi, einkanlega þegar afrekin eru kóinin svo hátt. Venju-
lega kostar hver litilshá'ttar framför margra mánaða reglubundna
þjálfun. Að vísu hefur Gunnar áreiðanlega æft vel, og þjálfkenn-
ari hans, Benedikt Jakobsson, sjálfsagt lagt alúð við æfingu hans,
en framfara-stökkin eru samt alveg einsdæmi. Kúluvarpsmet Gunn-
ars er bezta iþróttamet íslendinga. Til sönnunar um ágæti þess
má nefna, að danska metið var, er siðast var vitað, 14.34 m., og
sænski meistarinn i fyrra vann á 14.58 m. — sem að visu er nokkru
styttra en vanalegt er lijá Svíum, því þeir eru öndvegisþjóð á íþrótta-
sviðinu, eins og öðrum. Ef við ættum samsvarandi met í öðrum
greinum, t. d. i langstökki, mundi það vera 7.28 m. (i stað G.82),
í stangarstökki 3.94 m. (í stað 3.45), í spjót,kasti 04.72 m. (i stað
58.78), í kringlukasti 45.48 (í stað 43.46). Spá mín er, að kringlu-
kastsmetið eigi fyrir sér að hækka talsvert í sumar, — ef að lík-
indum lætur. Eg tel það hafa verið mest vegna óheppilegra að-
stæðna, að það hækkaði ekki þegar í sumar, sem leið. Maður, sem
kastar að jafnaði 42—43 metra, getur vel i heppnuðu kasti komizt
upp í 45—46 m. Væntanlega — og meira að segja má telja líklegt.
vegna aldurs Gunnars og liins ógilda kasts hans — tekur hann
enn framförum i kúlunni á þessu sumri, en varla eins stórstigar
og á síðasta sumri. Og ef til vill má eitthvað bæta kastlag hans.
því honum hættir við að kasta of lágt. Er ekki óliklegt, að hann nái 15
m., eða þar í kring, en varla lengra, því að róðurinn þyngdist nú óð-
um, og það er aðeins lítill hundraðshluti kúluvarpsmanna, sem
kcnist upp í 15 metra, livað þá lengra, við hin heztu æfinga- og
lcappleikaskilyrði, — en hér er hvorugt.
"C'G hefi nú getið nokkurra hinna fræknustu iþróttamanna okk-
ar frá mótunum i sumar, sem leið. Gaman hefði verið að taka
ýmsa fleiri með, en rúmsins vegna er það ekki hægt. Yfirleitt má
segja um islenzka frjálsíþróttamenn, að þeim hefur farið mikið frain
livað framkomu og stíl snertir á síðustu árum. Man eg það vel, er eg
sá fyrst erlenda íþróttamenn, á Olympiuleikunum í Antwerpen 1920,
hvað mér fannst þeir bera mikið af íþróttamönnum okkar í stíl
og fögrum og óþvinguðum limaburði. Á Olympiuleikunum i Ber-
lin fann eg ekki nærri eins mikið til þessa. Voru þó keppendur
þar sizt síðri en i Antwerpen. En þá liöfðu íslenzkir iþróttamenn
notið nokkurrar kennslu ágæts erlends íþróttakennara, og áhrif-
anna af kennslu hans gætt um nokkur ár. Nú eigum við a.m.k.
tvo kennara, sem lagt hafa fyrir sig kennslu í frjálsum íþrótt-
um, þá Benedikt Jakobsson og Garðar S. Gíslason, og standa ís-
lenzkir — og sérstaklega reykvíkskir — íþróttamenn því hetur að
vígi um alla tilsögn og þjálfun á Jiessu sviði en áður. í fyrra stríð-
inu lögðust allar íþróttir niður að kalla, en nú er æft af kappi, eins
90 jöbp