Jörð - 01.06.1942, Page 98
hinu geysimilda Viktoríuvatni og að síðustu komist til
Rwanda; þar hittu þeir fyrir sér friðsama og auðsveipa
íbúa; þar var land fagurt og frjósamt og loftslag þægi-
legt og heilnæmt. Að þessu athyguðu tóku þeir það ráð,
að setjast þar um kyrrt.
Nú liðu margar aldir; umheimurinn umhverfðist livað
eftir annað i byltingum og styrjöldum, en Vatússar breyttu
engu Iijá sér. Þeir liéldu trúlega við siði forfeðra sinna
og höfðu í hávegum lög og helgivenjur, sem gengu frá
einni kynslóð til annarar. —
ATARAGARÚ, matarskemman, er í samhengi við ka-
* &úíiri-húsið —- það þýðir hvílurúm, — en þar sitnr
húsfaðirinn og uppáhaldskona hans á hverjum tíma; aðr-
ar konur lians húa í kofum hver fyrir sig og Iiafa ekk-
ert hver við aðra saman að sælda; eru þær því sjálfstæð-
ar og einar um einkamál sín.'
Vatússakonnr eru dáfríðar, vel limaðar og’ ekki meiri
vexli en annað fólk, og skal það sérstaklega tekið fram.
Þær ráða öllu innan stokks og eru vinir og meðráða-
menn bænda sinna.
Nautgriparækt er hin sjálfsagða atvinna Vatússa. En
iþráttir og kap])leikir eru þeirra kærasta iðja. Þeir eru
fyrirtaks íþróttamenn á öllum sviðum, og i hástökki eiga
þeir enga sína líka.
Eitt sinn er ég heimsótti Rúdahigva konung, lét ég í Ijós
löngun mina til þess að sjá íþróttasýningu hjá þeim. Rú-
dahigva brosti og kallaði fyrir sig konungsson einn ungan,
sem þar var í haUargarðinum ásamt öðru stórmenni. Menn
þessir voru klæddir hvítum skikkjum, en þær eru enn
daglegur húningur Vatússa. Þeir studdust makindalega
fram á langa, granna stafi, sem þeir skildu aldrei við sig;
voru þeir því likastir, að þeir væru hálfdasaðir af hóglífi.
en huðu þó af sér fráhæran þokka.
En þegar kóngur gaf óskir sínar til kvnna, urðu skjót
umskipti. Tveim revrleggjum var stungið ofan í jörðina,
en hinn þriðji lagður á þá þversum; maurabúsleir var
SG jöRn