Jörð - 01.06.1942, Síða 104
liers, flughers og flola. 3) Að krefjast nánari samvinnu
vinnuveitenda og verkamanna og liins, að komið sé í veg fvr-
ir scrstakan stríðsgróða. Er talið, að framleiðslan gæti vaxið
um 15—20%, ef verkamenn væru almennt ánægðari. 4) Að
hnekkt verði miskunnarlaust leýnisölu skammtaðrar vöru,
en að henni munu hafa verið allveruleg hrögð.
Churchill, sem er samstarfsmönnum sínum mjög góður,
þybbaðist í lengstu lög við kröfunum um endurskipun stjórn-
arinnar, og hefur hún, með fyllsta atfylgi ráðherranna úr
Verkamannaflokknum (sumra a. m. k.), gengið lengra fram
í því, en dæmi eru til þar í landi síðustu mannsaldrana, að
bæla niður gagnrýni þeirra l)laða, er hvassast hafa beitt henni.
Hafa af þessu sprottið viðsjár nokkrar með þjóðinni, en þó
mun allverulegur meiri bluti blaða og almennings bafa látið
greinilega á sér skilja, að hér sé komið ísk}’ggilega nálægt
því að raska hinni andlegu og siðferðilegu undirstöðu, sem
brezka þjóðin hefur byggt styrjaldarafstöðu sína á. Og má
sennilegt heita, að ekki þyki árennilegt að fara öllu lengra út
á niðurbælingarbrautina. Og bafst bafa fram mikil manna-
skipti í yfirráðastöðum utan liers og innan, sóknarstefnunni
og yngri mönnum í vil. Og er talin þýðingarmest upptaka
Staffords Cripps í stríðsstjórnina.
Sir Stafford Cripps er af gamalli aðalsælt og vakti snemrna
athygli á sér fyrir afburða gáfur á ólíkum sviðum, einkum
sem efnafræðingur, framkvæmdastjóri, lögfræðingur og
stjórnmálamaðnr. Varð liann brátt þingmaður fyrir Verka-
mannaflokkinn, en reyndist flokksstjórninni of róttækur og
sjálfstæður og flæmdist alveg úr flokkmun árið 1939. Hafði
bann löngum sérstöðu í brezkum stjórnmálum og var
mjög lilynntur Soyjet-Rússlandi og gagnrýndi yfirleitt liarð-
lega ríkjandi stjórnmálastefnu Brela. Þegar Bretar voru
orðnir vonlitlir um vmfengi Rússa, eflir „vináttusamning“
þeirra við Þjóðverja, var það ráð upp tekið að senda Cripps
til Moskva sem sendiherra Bretakonungs, og rnátti það heita
Bjarmalandsför, eins og á stóð. Erindi sitt þótti liann leysa
með ágætum af hendi og náði m. a. persónulegri hylli al-
mennings í Rússlandi. í uppbafi bafði sir Stafford látið þess
102 jöbð