Jörð - 01.06.1942, Qupperneq 107
hammeðstrúarmenn víðast í miklum meiri hluta. Dr. Jinnah
er aðalforingi þeirra.
I samkomulagsumleitununum kom það fram, að Múslim-
handalagið mundi ekki með öllu fráleitt því að láta það eftir,
að Indland yrði allt eitt ríki, -—- með stórum tryggingum auð-
vitað fyrir norðvesturfylkin. „Kongress“-flokkurinn krafðist
þess hinsvegar, að hans aðalkröfu jn-ði fullnægt tafarlaust og
mundi hann þá skipuleggja varnir gegn Japönum. Lengst var
tekist á um það ágreiningsatriði, hvort Bretar skyldu liafa
yfirstjórn hermálanna á hendi til stríðsloka eða láta þau
samstundis Indverjum eftir. Lét livor aðili um sig nokkuð
undan í því efni, en ekki svo, að saman gengi. Cripps lýsti því
að lokum yfir, að „Kongress“-flokkurinn heimtaði tafarlaust
stofnselningu alindverskrar rikisstjórnar, er ekki gæti talist
áhvrg gagnvart neinum og réði sjálf, hversu lengi liún sæti,
en veitti minnihlutum engar tryggingar, — og gæti stjórn
hans hátignar Indlandskeisara aldrei gengið inn á slíkt.
Þrátt fyrir allt var almennt talið, svo á Indlandi sem í
Bretlandi, að för sir Staffords mundi ekki farin ófyrir-
synju. Með lienni hefði verið sáð fræjum, sem eitthvað líf-
rænna og samúðarrikara mundi spretta upp af — jafnvel
"von bráðar; ýmsir áttu von þátttöku Indverja almennt í vörn
landsins gegn Japönum. Og þótti Cripps enn hafa vaxið af
för þessari. En rétt eftir heimkomu hans herti „Kongress“-
fJokkurinn á neitun sinni með því að samþykkja ályktun um,
að Indverjar skyldu ekki veita Japönum annað viðnám en
þverúð án vopna, er til innnásar kæmi. Þó eru Indverjar flest-
ir hlvnntari Bretum en Japönum, og einkum eru þeir andvíg-
lr ofheldisstefnu Þríveldanna. En hér hafa sjónarmið Gandhis
°i'ðið sjónarmiðum Nelirus yfirsterkari. Gandhi fylgdi sigi’i
sinum eftir og er því nú haldið liart að Bretum, að þeir verði
að hverfa tafarlaust úr landinu með lier sinn eða verða valdir
þvi ella, að Japanar lierji á það.
Maður er nefndur Louis Johnson, ofursti, og er liann
fulltrúi Roosevelts í Indlandi nú um hríð og starfar að skipu-
^gningu á innflutningi hergagna þangað og stofnun nýrra
hergaguasmiðja þar fvrir atheina Bandaríkjanna. Maður
Jörö 105