Jörð - 01.06.1942, Side 109
stækkandi og fjölgandi skipalestir Bandaríkjamanna til
Astralíu (og Indlands). Er þá verjanda hætt við meira tjóni,
einnig á herskipum. Því ætla verður, að Japanar liafi á þess-
Uin slóðum frjálsar flotadeildir.sem væntanlega eru þá öflugri
en gera má ráð fyrir, að unnt sé, að fylgifloti einnar skipa-
lestar geti verið, eins og enn er ástatt um flotastyrk Banda-
rikjanna. Að vísu má snúa gildunum á þessari setningu við,
þvi að Japanar þurfa líka að flylja lið og gögn, — en þeir
standa samt betur að vigi enn sem komið er.
BANDARÍKIN.
AÐ er ekki ofsögum sagt, að Bandaríkjamönnum hafi
orðið bylt við árásina á Pearl Harbour snemma á jóla-
föstu s.l., og heldur ekki hitt, að þá hafi þjóðin öll sameinast
um viðhorfið til styrjaldarinnar og Þríveldanna. Engu að
síður er þeim enn farið ekki ósvipað því, sem um Breta var
sagt í uppbafi þessa þáttar. Þeir eru auðvitað eklci teknir
að dolta, eins og talið var um Breta; bins vegar eru þeir ekki
uema hálfvaknaðir. Skemmtanalíf befur víst aldrei verið
uávaðasamara í Bandaríkjunum en í vetur sem 'leið, og er
þá mikið sagt — allt að vísu í hernaðarlegu augnamiði!: til
að safna fé til þessa og liins; til jið gleðja liermennina, sem
eru að kveðja heimili og starfssvið; til að bughreysta þá,
sem eftir sitja; til að fagna erlendum sendimönnum og flótta-
uiönnum; — til þess á stundum kannske líka að dylja fyrir
sér hina ægilegu alvöru — ekki af því að Bandarikjamenn
séu bræddir, en þeir eru dálítið líkir „ríka unglingnum“,
sein sagt er frá í guðspjöllunum. (Hvernig ætli vér fslending-
ai' værum í þeirra sporum?!). Bandarikin eru fjölmenn og
llarf ekki að efa, að Þríveldin eigi þar milljónir markvissra
audstæðinga, er bafa aðstöðu til að vinna þcim mikinn og
vaxandi geig. En mikill bluti þjóðarinnar mun ekki enn
búinn að átta sig á, að þeir, sem eiga að vera þess umkomnir
að sigra trúrænt hermennskuofstæki Þjóðverja og Japana,
'erða að leggja svo að segja allt í sölurnar til þess. Er við
HúitS, að hinn stóri likami styrkustu þjóðar heimsins verði
ekki allur glaðvaknaður fyrr, en liún hefur beðið enn eitt áfall
Jörð 107