Jörð - 01.06.1942, Síða 114
um lokasigurinn engan veginn vís, þvi þetta mundi allt af
kosta þá mjög mikið og endurnýjunarmáttur hers þeirra
jafnast varla á við skilyrði Rauða liersins til að endurnýja
sig, á meðan liann heldur meiri lilutanum af mið- og austur-
hluta landsins og samgöngunum við Bandaríkin og Bretland.
Og þó að olían sé afl þeirra hluta, sem gera skal í hernaði,
þá verður að gera ráð fyrir hvoru tveggja, að Rússar hafi
nægilegar varabirgðir af henni í Austur-Rússlandi'til næsta
vetrar a. m. k. og hinu, að Þjóðverjuin yrði lítið gagn að
Kákasus-lindunum og -birgðunum fyrir vetur vegna við-
skilnaður Rússa þar. Og ætla verður, að vesturveldin ryðjist
fram til sóknar á meginland Evrópu áður, en Rússar verði
gersigraðir. Verður liað látið sitja fvrir því að sigra Japana.
Þjóðverjar eiga í höggi við þjóð, þar sem Rússar eru, sem
ekki gæti einungis tekið undir með kerlingunni, sem að
framan getur, Iieldur er jafneinhuga og ákveðin og hún
er stór. Nazistar hafa siðan 1933 endursteypt þjóða sína i
mót, líkt og hún væri máhnur, en ekki mannlegs eðlis. Stalin
hefur gert hið sama við sína þjóð helmingi lengur. Að voru
áliti er þetta ekki heppileg aðferð til að manna þjóðir, en
þeim mun þelri til að breyta þeim í hernaðartæki. — Og af-
síaða rússnesks almennings gagnvart „föður Stalin“ er e. t. v.
enn hjartanlegri en Iirifni Þjóðverjans af „foringjanum“.
TALIN hefur reynst einhver hinn framsýnasti, stefnu-
^ fastasti og dugmesti stjórnari, sem sögur fara af, —
maður að sínu leyti á horð við Pétur mikla. Með hinni geysi-
stóru þjóð hans eru engir Quislingar. Stalin útrýmdi þeim
fyrirfram. Ilvað sem segja má um þær aðfarir, þá er þetta
útkoman. Quislingaefnin voru bæði í hópi stórbænda og
Iiinna upprunalegu bolsjevikka. Virðast liinir síðarnefndu
hafa margir verið meira og minna spilltir ofstækismenn,
er ekki víluðu neitt fyrir sér og voru jafnvel reiðubúnir til
að lijálpa Þjóðverjum í væntanlegri styrjöld gegn Rússum
í því skyni að ná íjjálfir völdum og klekkja á flokksbræðrum
sínum, er þeir töldu orðið svikara við stefnuna og orðið
höfðu ofan á i valdabaráttunni — vafalaust meðfram vegna
JÖBÐ
112