Jörð - 01.06.1942, Qupperneq 120
T T VERNIG getur lýðurinn tryggt sér bezt lýðfrelsi og heppi-
TT leg ítök í stjórn þjóðarinnar? Þessari spurningu er enn
ósvarað. Hvaða leið hefur verið farin og livernig gafst liún?
Jú, menn sögðu: lýðurinn slcal ráða, allir fulltíða menn fá
kosningarrétt, og svo skera almennar kosningar úr um vilja
lýðsins. En óskipulagður lýðurinn er einmitt slík „vötn“,
sem margur vill fiska i, og þar er lieldur engin landhelgi í
hinu ótakmarkaða frelsi. Við munum, að frelsinu fylgdi rétt-
urinn til að skipuleggja flokka og stéttir, og réttur til áróð-
urs. Það fer því svo, að undantekningarlaust á lýðurinn ekki
til einn vilja, og þegar hinar beinu kosningar hafa sýnt „vilja
fólksins“, þá kenmr oft í ljós, að lýðurinn hefur skipzt í
marga flokka og þó oftast í tvær nokkuð sundurleitar lieild-
ip, sem við getum kallað hægri og vinstri.
Nú fer svo, að hægri fær 52% kjósenda, en vinstri 48%.
Þá tekur hægri sér vald lil að stjórna þjóðinni og segir, að
það sé lýðræði, þó að liartnær helmingur lýðsins sé hatramm-
ur andslæðingur meirihlutans. Vegna andstöðunnar verður
valdaflokkurinu að gera allt mögulegt, lil þess að halda völd-
um, og gerir æfinlega meira en liann má, og æfinlega meira
og minna á kostnað andstöðuflokksins og magnar J)ar með
andstöðu hans og Iiatur. Hvers konar vald er J)að nú, sem
meiri hlutinn fær? Ekki umboðsvald þjóðarinnar, þvi hann
hefur ekki umboð nema rúmlega lielmings þjóðarinnar.
Það er ekki heldur réttarvald, því að þar er ekki fyrst og
fremst liugsað um að gæla nákvæmlega réttar allra þegna
þjóðfélagsins, heldur liitt að halda völdunuin og það gerist
æfinlega með einhverju ofríki, sem auðvitað er rangsleitni,
þar sem sterk andstaða á sér stað. Vald meirihlutans verður
því Iivorki umboðsvald eða réttarvald, heldur aðeins drott-
invald. En þetta hlýtur að gefasl illa. —- A erfiðum timum
kemur J)að hezt í ljós, því J)á er gripið til neyðarúrræðis. Það
er mynduð „þjóðstjórn“. Fljótt á litið geta menn fagnað
slíkri stjórn og boðið liana velkonma, þar sem hún lítur út
íyrir að hoða sátt og vopnahlé flokkanna, en Jægar hetur er
að gáð, þá er „þjóðstjórnar“-skipulagið aðeins hápunkturinn
á skömminni. Það eitt út af fyrir sig, að gripið er til annarar
118
johd