Jörð - 01.06.1942, Page 132
JÖRÐ hefur fram að þessu veriö á hrakólum meö þessa mikil-
vægu þætti útgáfunnar. En nú getum vér glatt áskrifendur vora
og aöra vini á þvi, aS Auglýsingaskrifstofan E. K. hefur tekiö það
allt aö sér, — allt er lýtur að viðskiptahlið útgáfunnar, og er sú
stofnun þegar kunn aö ágætri reynd í þessháttar efnum.
Þú ferð nú sjálfsagt nærri því, kæri lesandi, hvaða erviöleika
vér höfum átt við að stríða, en þá er þér væntanlega einnig ljóst,
hversu ákveðnir vér erum í því, að ná markmiði voru: Að leggja
þjóð vorri til verulega stórt og vandað, en jafnframt fullkomlega
alþýðlegt, almennt tímarit, er standist alþjóðlegan mælikvarða
á slík rit. Vér leyfum oss því að vænta, að þú gerir heldur ekki
endasleppt við þann hlut, sem þú hefur tekið í fyrirtæki þessu með
áskrift þinni. Og þú skalt sanna til, að oss lánast.
R i t s t j.
fyrir September-byrjun; þrír fá endurgreiðslu áskriftargjaldsins
þ. á. fyrir sama tíma. Sendi fleiri rétta úrlausn, verður hlutkesti
látið ráða. Nöfn vinnenda verða birt í Septemljer-heftinu. Séð
verður um, að um eina (meinlausa) prentvillu verði að ræða í
II JÖRÐ