Eimreiðin - 01.01.1933, Síða 24
4
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIDIN
í þessu liggur ekki hvað sízt orsökin að hinni sérstöku ís-
lenzku kreppu, sem nú þjakar atvinnuvegina, og þá einkum
landbúnaðinn, þrátt fyrir mjög sæmilega framleiðslu og góð-
æri til lands og sjávar.
Alþingi samþykti árið 1932 samtals 76 lög og lagabreyt-
ingar. Ef miða skyldi gengi vor Islendinga við afköst alþingis
í þeim efnum, þyrftum vér engu að kvíða. Vér erum af fáu
eins ríkir, jafnfámenn þjóð, eins og af lögum, reglugerðum,
tillögum allskonar og ályktunum. Af lögum frá þinginu 1932
Aih' ’ iq™ ma ne^na þessi: Lög um leyfi fyrir amerískt
'nS' ’ félag til flugferða hér á landi, — um skóla
fyrir Ijósmæður og hjúkrunarkonur, — ríkisskattanefnd, —
skiftameðferð á búi síldareinkasölunnar, — Brunabótafélag Is-
lands, — fyrirhleðslur á vatnasvæði Þverár og Markarfljóts,
— undirbúning á raforkuveitum, — byggingu fyrir Háskól-
ann, — brúargerðir, — tannlækningar, — útvarp og birtingu
veðurfregna, — jöfnunarsjóð, — barnavernd, — skipun hér-
aðslækna, — lækningaleyfi, — hlunnindi fyrir annars veð-
réttar fasteignalánafélög, — frystihús á útflutningshöfnum, —
ráðstafanir til öryggis við siglingar, — ríkissjóðsábyrgð fyrir
rekstrarlán til bankanna, — lax- og silungsveiði, — kirkju-
garða, — leyfi erlends manns til að rækja síldarbræðslustöð
á Austurlandi, — lántöku fyrir ríkissjóð, — gjaldfrest bænda,
— byggingarsamvinnufélög, — tekju- og eignarskattsauka, —
sjúkrasamlög, — raforkuvirki, — bifreiðaskatt.
Árið 1932 var gott aflaár. Að vísu kom ekki á land eins
mikið af fiski og næstu árin áður, enda voru þau hæstu afla-
Aflabrögð árin, er komið hafa. Eftirfarandi tölur sýna afl-
ann 4 seinustu árin, miðað við að allur fiskur-
inn væri fullverkaður:
Ár 1932 ............ 56,372 þur tonn
— 1931 ............ 64,654 — —
— 1930 ............ 70,574 — —
— 1929 ............ 66,764 — —
Þótt útkoman sé lægri árið sem leið, er hún samt sæmileg,
miðað við aflatíma og tilkostnað. Að vísu hefur tilkostnaður
lítið minkað. En verðfallsárið 1931 kendi mönnum, að það er