Eimreiðin - 01.01.1933, Page 30
10
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
Stjórnmála-
flokkarnir
fjórir og
framkvæmda-
valdið.
fylgir uppgjöf sjálfstæðis og réttarins til að ráða sér sjálfur.
Gagnkvæm skuldaruppgjöf milli stórveldanna.sem nú ersvomjög
á dagskrá, kemur aldrei til að ná til smáríkjanna. Þau verða
annaðhvort að hjálpa sér sjálf og standa í skilum eða hverfa
úr tölu sjálfstæðra ríkja.
Þeir fjórir stjórnmálaflokkar, sem nú eru uppi hér á
landi, eiga allir eitt sameiginlegt: Enginn þeirra hefur bol-
magn til að mynda ríkisstjórn, án stuðnings hinna. Sam-
steypustjórnin, sem nú situr að völdum, er framkvæmdastjórn
þjóðarinnar, en jafnframt tveggja stærstu flokkanna, hvort
sem mönnum líkar betur eða ver. Auðvitað eru stjórninni
stundum mislagðar hendur og hún gerir ýms
glappaskot. Það er ekki nema holt að á alt
slíkt sé bent þegar ástæða er til, og flokka-
skifting er ef til vill óhjákvæmileg, en þó
verður markið fremur það að sameina flokk-
ana um eina framkvæmdastjórn heldur en að
æsa þá upp gegn þeirri stjórn, sem með framkvæmdavaldið
fer. Og það er tæpast of mikil bjartsýni, þótt maður geri
ráð fyrir að að minsta kosti þeir þrír flokkar, sem lang-
lífastir eru orðnir hér á landi, geti í meginatriðunum komið
sér saman um stefnuna. En þrjár eru þær meginreglur, sem
viðreisnarmenn hins nýja tíma hér á Iandi
hljóta að setja sem ófrávíkjanlegt lögmál, sem
alt framkvæmdalíf næstu ára lúti: 1) að vér
lærum að sníða oss stakk eftir vexti, 2) að vér látum aðal-
atriðin ganga fyrir aukaatriðunum, 3) að vér leggjum undir-
stöðuna trausta. Ef allir flokkar sameinast um þessar þrjár
meginreglur við það starf að finna lausn á þeim mörgu
vandamálum, sem að kalla, þá er ekkert að óttast, þrátt fyrir
slæmar ástæður nú. Þessar þrjár reglur eru engin ný sann-
indi, síður en svo, en vér höfum ekki gætt þeirra. Oss
vanhagar ekki um nýjar reglur. Vér höfum alt of mikið af
þeim. Oss vanhagar ekki um neitt annað en þrautseigju til
að fylgja í verki þessum þrem gömlu og góðu algildu regl-
um og heilbrigða skynsemi til að beita þeim rétf. Látum hið
liðna vera gleymt, að svo miklu leyti sem það er unt. Vér
höfum eignast margan óþarfann, margt sem vér hefðum getað
Þrjár megin-
reglur.