Eimreiðin - 01.01.1933, Qupperneq 32
12
VIÐ ÞJOÐVEGINN
EIMREIÐIN
íhuga þessi mál. Vonandi kemur eitthvað gott frá henni,
en ég veit ekki hvað fyrir þeim mönnum vakir, sem eru
með þetta eftirgjafagaspur. Er það aðeins kjósendadekur ?
Sé svo, er málið skiljanlegt. En er ekki öll velferð þjóðar-
innar undir því komin, að hver maður í landinu reyni til
hins ítrasta að standa við skuldbindingar sínar? Og hvað
verður um viðskiftasiðgæðið, ef á að fara að flokka menn í
sundur og segja við annan flokkinn: »Þið eigið að standa í
skilum«, og við hina: »Þið þurfið ekki að standa í skilum
nema að svo og svo miklu leyti«. Oreiðan er sannarlega
orðin nóg, þótt ekki sé ýtt undir hana með opinberum ráð-
stöfunum. í þessu sambandi er vert að minnast þess, að einn
af aðalmönnum eins stærsta verzlunarfyrirtækisins í landinu
hefur ritað vel og röggsamlega gegn þessari »bjargráða«-
firru, sem, ef til framkvæmda kæmi í einhverri mynd, mundi
ekki reynast annað en sjálfsblekking og auka enn meira á
viðskiftaóreiðuna, sem er þó næg fyrir. Sennilegast er, að al-
þýða manna ætlist ekki til neinna sérstakra afskifta hins opinbera
af viðskiftamáluin sínum. Hún vill fá að »gera upp« sínar sakir
í friði, hver og einn eftir því sem hann er maður til. Það
eina, sem þing og stjórn ætti að gera til hjálpar, ef unt væri,
er að létta eitthvað þá skatta og tolla, sem nú hvíla á almenn-
ingi (sjá ennfremur grein Guðm. Arnasonar í Múla, síðar í þessu
hefti), en eins og ástatt er, mun lítils að vænta í þeim efnum.
Nýlega fékk ég bréf frá ungum bónda. Hann minnist þar
á framtíðaráform sín og lýsir kjörum sínum. Kjörin eru ekki
góð. Hið gífurlega verðfall landbúnaðarafurðanna hefur komið
hart niður á honum, eins og öðrum sem landbúnað stunda.
Hann skuldar töluvert. Hann hefur ráðist í að bæta jörðina,
og það hefur orðið honum dýrt. Hann er einyrki í vetur og
verður að vinna alt, sem gera þarf, sjálfur. Fólkið unir betur
við götulíf og íhlaup við atvinnubætur í bæjunum, en að vinna
fyrir mat sínum í sveit, jafnvel þótt eitthvert lítilfjörlegt kaup
sé líka í boði. En hann er bjartsýnn og vongóður. »Mér
hefur alt af tekist hingað til að greiða hverjum sitt
að Iokum, og ég ætla að standa ískilum framvegis,
þó nú láti illa í ári«, segir hann ílok bréfs síns. Ég
held að seinni hluti þessara niðurlagsorða bréfsins séu eins og
Viljinn til
sigurs.