Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1933, Page 46

Eimreiðin - 01.01.1933, Page 46
26 UM VÉLVELDI EIMREIÐIN tvisvar tekið að láni«. Nákvæm rannsókn hefur leitt í ljós um Bandaríkin, að árum saman hefur skuldin vaxið örar en bæði framleiðslan og mannfjölgunin. Iðnaðarskuld þess lands — skuldabréf, veðbréf og önnur tryggingarbréf, sem vexti gefa — er nálægt 218 milljarðar dollara. Fastar rentur af þessu fé nemur meiru en helmingnum af öllum þjóðartekjunum. Það er alkunnugt, að efnt er til flestra iðnfyrirtækja með þeim hætti, að eftir að hlutir hafa verið seldir og félag komið á laggirnar, gefur það út skuldabréf, sem innleysast eiga eftir misjafnlega langan tíma, en ákveðin renta er greidd, þar til þau falla í gjalddaga. Það mun óhætt að fullyrða, að það verði komið töluvert inn á næstu öld, áður en fallin verða í gjalddaga öll þau skuldabréf, sem nú eru manna á meðal. Allan þann tíma er verið að greiða rentu af sku'd, sem stofnuð var upphaflega til þess að kaupa fyrir vélar og tæki, sem á tíu til tuttugu árum urðu úrelt. Þessi rentubyrði hvílir á framleiðslunni, og hún er óhjá- kvæmileg þar sem verð-kerfið ríkir. En iðjan á aðeins eins kostar: Hún verður að skila af sér gróða og endurgreiða eitthvað af því, sem í hana hefur verið lagt. Nú er gróðinn mest undir því kominn að geta selt sem mest af framleiðslu- vörunni. Þrýst er á markaðinn af öllu afli innanlands og utan. Hinsvegar verður að kappkosta að gera framleiðsluna sem ódýrasta, og það verður helzt gert með því að vélleggja hana alla. Afleiðingin er vitaskuld sú, að fólkið, sem vöruna átti að kaupa og neyta hennar, er nú orðið atvinnuleysingjar og kaupir þá ekki neitt. Nú væri hugsanlegt, að þessi fjarstæða gæti gengið, og það sæmilega, ef svo vildi til, að atvinnuleysingjarnir væru sömu mennirnir, sem skuldabréfir. ættu og rentuna fengju. Þessi vaxtaskattur gengi þá út í þjóðlífið og héldi gangandi viðskiftunum. En því miður er þessu annan veg háttað. Vfir- gnæfandi meiri hluti skuldeignanna er á höndum þeirra manna, sem svo eru ríkir, að þeir geta ekkert við rentuna af skulda- bréfunum gert, nema að setja þau í ný fyrirtæki og ný skulda- bréf — framleiðslu. Þetta þýðir, að sama féð er að bera rentu eftir rentu, og alt hvílir á framleiðslunni. Hert er á framleiðslunni til þess að borga þessar rentu-rentur af fjár-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.