Eimreiðin - 01.01.1933, Page 46
26
UM VÉLVELDI
EIMREIÐIN
tvisvar tekið að láni«. Nákvæm rannsókn hefur leitt í ljós
um Bandaríkin, að árum saman hefur skuldin vaxið örar en
bæði framleiðslan og mannfjölgunin. Iðnaðarskuld þess lands
— skuldabréf, veðbréf og önnur tryggingarbréf, sem vexti gefa
— er nálægt 218 milljarðar dollara. Fastar rentur af þessu
fé nemur meiru en helmingnum af öllum þjóðartekjunum.
Það er alkunnugt, að efnt er til flestra iðnfyrirtækja með
þeim hætti, að eftir að hlutir hafa verið seldir og félag komið
á laggirnar, gefur það út skuldabréf, sem innleysast eiga eftir
misjafnlega langan tíma, en ákveðin renta er greidd, þar til
þau falla í gjalddaga. Það mun óhætt að fullyrða, að það
verði komið töluvert inn á næstu öld, áður en fallin verða í
gjalddaga öll þau skuldabréf, sem nú eru manna á meðal.
Allan þann tíma er verið að greiða rentu af sku'd, sem
stofnuð var upphaflega til þess að kaupa fyrir vélar og tæki,
sem á tíu til tuttugu árum urðu úrelt.
Þessi rentubyrði hvílir á framleiðslunni, og hún er óhjá-
kvæmileg þar sem verð-kerfið ríkir. En iðjan á aðeins eins
kostar: Hún verður að skila af sér gróða og endurgreiða
eitthvað af því, sem í hana hefur verið lagt. Nú er gróðinn
mest undir því kominn að geta selt sem mest af framleiðslu-
vörunni. Þrýst er á markaðinn af öllu afli innanlands og utan.
Hinsvegar verður að kappkosta að gera framleiðsluna sem
ódýrasta, og það verður helzt gert með því að vélleggja hana
alla. Afleiðingin er vitaskuld sú, að fólkið, sem vöruna átti
að kaupa og neyta hennar, er nú orðið atvinnuleysingjar og
kaupir þá ekki neitt.
Nú væri hugsanlegt, að þessi fjarstæða gæti gengið, og
það sæmilega, ef svo vildi til, að atvinnuleysingjarnir væru
sömu mennirnir, sem skuldabréfir. ættu og rentuna fengju.
Þessi vaxtaskattur gengi þá út í þjóðlífið og héldi gangandi
viðskiftunum. En því miður er þessu annan veg háttað. Vfir-
gnæfandi meiri hluti skuldeignanna er á höndum þeirra manna,
sem svo eru ríkir, að þeir geta ekkert við rentuna af skulda-
bréfunum gert, nema að setja þau í ný fyrirtæki og ný skulda-
bréf — framleiðslu. Þetta þýðir, að sama féð er að bera
rentu eftir rentu, og alt hvílir á framleiðslunni. Hert er á
framleiðslunni til þess að borga þessar rentu-rentur af fjár-