Eimreiðin - 01.01.1933, Page 50
EIMREIÐIN
Smásögu-samkepnin.
Þátttakan í sögusamkepni þeirri, sem auglýst var í 3.—4.
hefti »Eimreiðarinnar« 1932 varð hin fjörugasta, því 31. dez.
síðastl. voru inn sendar sögur alls orðnar 26 að tölu. —
Dæmt var um sögurnar af 5 manna nefnd, en hana skipuðu
þessir: Alexander ]óhannesson dr. phil., Freysteinn Gunnars-
son kennaraskólastjóri, Halldór Jónasson cand. phil., Jakob
]óh. Smári magister og ritstjóri »Eimreiðarinnar«. — Nefndin
úrskurðaði, að sagan Austfjarðaþokan skyldi hljóta verðlaunin,
sem sú bezta þeirra, er inn komu. Þær aðrar sögur, sem að
einróma áiiti nefndarinnar töldust standa næst því að hljóta
verðlaunin, voru þessar: Dpr (merkt: V Z P), Jólagjöfin (merkt:
Hrafn), Konan á klettinum (merkt: Vöggur) og Upprisa (merkt:
Gullintanni Smjörbitason).
Hefur »Eimreiðin« í viðurkenningarskyni fyrir þessar fjórar
sögur, ákveðið að veita höfundum þeirra sín 25 króna verð-
launin hverjum, auk hinna venjulegu ritlauna, og munu sögur
þessar allar birtast í »Eimreiðinni«, og ef til vill einhverjar
fleiri af þeim, sem inn sendar voru.