Eimreiðin - 01.01.1933, Side 51
EIMREIÐIN
yerð|aunas5QUr
„Eimreiðarinnar“
1933.
Konan á klettinum.
[Saga þessi er ein af þeim fimm úr smá-
sögusamkepnir.ni, sem hlotið hafa verðlaun,
svo sem tilkynt er hér að framan. Höfundur
sögunnar, sem merkt var dulnefninu „Vöggur“,
er Stefán Jónsson frá Þórgautsstöðum í Hvítár-
síðu, og er þetta fyrsta sagan, sem birtist eftir
hann á prenti. — Aðal-verðlaunasagan, „Aust
fjarðaþokan", mun birtast síðar á þessu ári].
í hljóðum kvöldblænum silur hún á
klettinum úti við ströndina og horfir út
Stefán Jónsson. í óendanleikann eða á bárurnar, sem
falla að ströndinni, ofurhægt, ein eftir
a^ra> með hægum niði. — — í kvöld fara þær sér svo hægt,
s^riúka aðeins um fjörusteinana, mynda ljósa rák í flæðarmál-
'ni> af silfurtærum smábólum. Þær hjaðna jafnóðum og báran
fiarar út.___________
Hún situr grafkyr, en strýkur öðru hvoru með hendinni
9rau hárlokkana frá hrukkóttu enninu, sem stöðugt leita þangað
'i'rrr ýfingu andvarans. — — —
Pyrir vestan þorpið, rétt niður við ströndina, stendur lítið
us- sem einu sinni hefur verið með rauðu þaki, en er nú
°rðið skellótt af elli, og sumstaðar komnir ryðblettir á járnið
a Hiðum þess og göflum. — Eftir götunni, fram hjá húsinu,
Sanga ungur maður og ung kona, og takthljóðið af fótatökum
peirra ómar út í kvöldkyrðina — annars er þögn. — — —
Nei, hvað er þarna úti á klettinum? — segir stúlkan,
°S það er eins og málrómur hennar hljómi óþægilega hátt,
P°tt hún tali að eins í venjulegum tón.
. Já, þarna — segir maðurinn og bendir í áttina til kletts-
Ins> — já, ég sé það. Það er bara hún Hildur gamla, hún
situr þarna svo oft.
, , Hún Hildur! Hvaða kona er það, og hvers vegna situr
Un barna? — segir stúlkan.