Eimreiðin - 01.01.1933, Page 60
40
KONAN Á KLETTINUM
EIMREIÐIN-
— — Þarna kemur svo svört kista, — lítil og skrautlaus.
— Kirkjugarður. — — Mold.----------Prestur í svartri hempu.
— — Myrkur.
í hljóðum kvöldblænum situr hún á klettinum niður við
ströndina og starir út í óendanleikann eða á bárurnar, sem
falla að ströndinni með ofurlitlu gjálpi.
Hún situr grafkyr, en strýkur öðru hvoru með hendinni
gráu hárlokkana frá hrukkóttu enninu, sem stöðugt leita þangað
fyrir ýfingu andvarans. — — —
Nú er kyrð næturinnar að færast yfir þorpið, og ekkert
heyrist nema takthljóð frá fótatökum nokkurra einstaklinga,
sem orðið hafa seint fyrir einhverra hluta vegna. — — —
I fyrramálið aftur á móti kveður alt þorpið við af léttum
hlátrum, vagnaskrölti, hamarshöggum og áraglamri starfsamra
manna. Stefán Jónsson.
Syrgðu ekki.
Syrgðu ekki sumarblómin,
syrgðu ekki von, sem dó.
Táli lífs og tuddahætti
taka skalt með kaldri ró.
Syrgðu ei, því sorgir þinar
sízt fá gert hið kalda heitt.
Gráttu ei, því tregatárin
tapast fyrir ekki neift.
Syrgðu ekki, syrgðu ekki.
Sorg þín gleður óvin þinn.
Gráttu ekki. Gaddur lífsins
gerir svala vota kinn.
Syrgðu ekki sælu horfna.
Syrgðu ekki draumaspjöll.
Bít á jaxl, er vetrarveður
vonskast yfir lífsins fjöll.
Sigurður Gístason.