Eimreiðin - 01.01.1933, Qupperneq 67
EIMREIÐIN
Orkugjafar og orkuvakar.
Eftir Steingrím Matthíasson.
I stórbæjunum á Indlandi verður aðkomumönnum starsýnt á
Ijósleitu, bjúghymdu, stóru uxana, sem beitt er fvrir kerrurnar.
^eir drattast áfram ofboð rólega, eins og ekkert liggi á, en
UPPÍ á kerrunni situr vagnstjórinn, grettinn karl, kaffibrúnn á
litinn, íklæddur þunnri mittisskýlu, og hallar sér út af með
ntestu værð, bakaður af sólunni. Uxinn virðist ráða ferðinni,
°9 alt gengur silalega, en með réttum hætti, nema stöku
sinnum, þá stanzar boli og vill hvila sig. Þá rumskar ekillinn
skyndilega og hrekkur við, seilist fram með hendinni, nær í
halastertinn á uxanum og bítur í, rétt eins og væri hann að
t>'ta sér tölu af munntóbaki. Við þetta herðir uxinn á sér og
heldur leiðar sinnar. Bitið hrifur líkt og svipuhögg, og þarf
bá ekkert keyri. Uxinn dregur kerruna með kurt og pí. Hann
er orkugjafi, en karlinn, sem bítur í halann, er orkuvaki.
I >Eimreiðinni« (1919) stóð fróðleg grein eftir Ólaf Ólafs-
son um orkugjafa aldanna, er ræddi um framfarir mannkyns-
lns frá morgni fornaldar, og um kol, olíu, rafmagn og radí-
Uln. sem helztu orkugjafa fortíðar og framtíðar.
Hér verður aðallega talað um hina lifandi orkugjafa, menn og
skepnur, og nokkuð minst á orkuvaka hins lifandi holds og lífsfjörs.
t órafirndinni var maðurinn einsamall (þar með þó ekki
^eint konulaus, því það hefur hann tæplega verið nema rétt
1 bili, og af einhverjum klaufaskap eða óhappi). Hér er
ntt við, að maðurinn, með fjölskyldu sinni, var einn síns liðs
1 Hfsbaráttunni og átti enga vini meðal dýranna.
Þegar nú þar við bættist, að ekki voru til og enginn þekti
eldspýtur, þá má nærri geta að vistin var ill á jarðríki.
]afnvel í heitu löndunum var nóttin köld og hráslagaleg,
en út yfir tók þegar kom til kaldari landa, og þar voru ekki
avextir á trjánum, heldur þurfti að veiða sér til matar, hvíldar-
t'tið, með eilífum slagsmálum.