Eimreiðin - 01.01.1933, Side 74
54
ORKUGJAFAR OG ORKUVAKAR
EIMREIÐIN
meiri vélar, er viðkvæðið, svo að sem allra flestir geti lagt
árar í bát og hætt að nota alt vöðva-afl, nema í hæsta lagi
til knattsparks og allskonar sport-vitleysu og danzleikja, með
jazz-undirspili (sem að vísu er gaman að).
Margir okkar eldri, sem lítum fram í tíðina, söknum hest-
anna, uxanna, kúnna, kálfanna og krakkanna, og horfum oft
um öxl til eldri tímanna og óttumst að bráðum verði ekki
eftir nema nokkrir kynlausir vélstjórar og sífeldar vélar —
»knúðra véla kaldur hjartasláttur«, og seinast aðeins vélar,
sem öllu sökkvi í gleymskunnar hyl, og sjálfum sér með,
eins og kvernin Grótti.
Ég bið þig, nótt, að breiða feldinn þinn
á brjóst mitt veikt og svæfa hjartans þrautir,
að senda frið þinn gegnum gluggann minn
og gefa ró um hugans drauma brautir.
Þó flestir kjósi dagsins dýrðarsvið,
og djúpa hrifning veki Ijósið bjarta,
hjá þér þeir særðu beztan finna frið
og fela tár sín þér við barm og hjarta.
Og hjá þér, nótt, ég leit þá lífsins glóð,
er lyft mér bezt í gegnum myrkrin hefur.
Þú skilur ein mín sáru saknaðsljóð,
og syndir mínar altaf fyrirgefur.
Þú hvílir þá, sem hvíldum þörf er á
og huggar þann, sem brostnar vonir grætur.
Og þeim, sem ást og æfintýri þrá,
þú undrafórnir leggur blítt við fætur.
Knútur Þorsteinsson
frá Ulfsstöðum.