Eimreiðin - 01.01.1933, Qupperneq 75
EIMREIDIN
^erðlaunasðgur „Eimreiðarinnar“ 1933.
Dýr.
i.
Anton var vinur okkar allra, sem þektum hann á annað
torð. — Bezti drengur, að okkar áliti.
Svo skiftust leiðir okkar, flestra. Nokkrir fóru burtu úr
bænum, — jafnvel til langdvalar í öðrum löndum og álfum, —
eða þá út úr mannheimi, alveg. Við tókum breytingum líkam-
lega — en þó meira andlega — hver í sínu hreiðri, þeir,
sem eftir urðu, nokkrir, héldu áfram að hittast, hver hjá öðr-
um, aðrir hittust aðeins á strætum og gatnamótum, þegar til-
viljunin, straumur lífsins, bar þá saman, kinkuðu kolli eða
tóku hver í hendina á öðrum, brostu og sögðu: »Gott er
Wessað veðrið«, eða annað álíka hversdagslegt, og skildu svo
aftur. — Andvörpuðu stundum, í laumi, og sáu eftir gömlum,
SÍöðum stundum, sem samfundurinn hafði mint á. Sumir
Sræddu fé, bygðu sér hús, sem kölluð eru »villur«, af því
að nafnið er útlent og þykir fínt, keyptu dyr húsgögn, eign-
uðust bíl 0g viðtæki, sem tóku Ameríku og Rússland þegar
vel dimt var, auðvitað með öllum þeim smellum og truflunum,
eem slíkum skemtunum fylgja og fylgja ber. Þeir héldu dýrar
°9 dýrlegar veizlur og danzleiki, og þeir dvöldu oft í útlönd-
uæ. Aðrir hjörðu á skrifstofum, ýmist voru það embættismenn
eða starfsmenn í þjónustu ríkisins og einka-fyrirtækja. Þeir
ahu líka sumir »villur«, einstaka maður bíl, helzt þeir, sem
störfuðu hjá einka-fyrirtækjunum, þar sem eftirlitið var ekki alt
of gott — eða þá fáeinir, útvaldir, sem höfðu mörg embætti
°S voru í náðinni. — Enn aðrir voru í »hundunum«, lifðu
eymdarlífi á »slætti« og víxlum og alls konar ljósfælnum störfum.
Meðal þeirra var Andri. —
Eu Anton, sá er ég nefndi í upphafi þessa máls, tok við
arfi eftir föður sinn, smá-útgerð. Það gekk vel. Hann rann
UPP eins og fífill, sunnan í móti, í blíðutíð; í stuttu máli, hann
varð auðugur maður og voldugur á sínu sviði.