Eimreiðin - 01.01.1933, Síða 77
eimreiðin
DVR
57
A honum, þessum meinleysislega pappírssnepli, stóð, að Anton
væri faðirinn, það er að segja útgefandinn, en Andri var
samþykkjandinn, og féð hafði farið inn á hans reikning. En
er víxillinn féll, var sá reikningur tómur — og vel það. —
Eg hitti Anton, þegar hann kom úr bankanum, og hann sagði
mér það. — Hann var fölur, dálítið fölari en hann var vanur
að vera. Líklega hefur geðshræringin gert það, að hann var
opinskárri en hann var venjulega. — »Kannaðist þú við það?«
spurði ég. — »Ég sagði bankastjóranum að ég yrði að að-
9æta bækur mínar«, sagði Anton. — »Þótti honum það ekki
líklegt*, spurði ég aftur, »að þú værir búinn að gleyma þess-
UlTi smávíxli?« — »Það kemur mér ekki við«, svaraði Anton
Þurlega. Svo vék hann talinu að öðru.
Sem sagt — Andri varð gjaldþrota, og allir, sem eitthvað
voru við það riðnir, töpuðu meira og minna. Hin svonefnda
v*nátta þeirra snerist í óvild og hatur, eins og lög mannlegs
eðlis mæla fyrir að vera skuli. Ég var að búast við að frétta,
hann væri tekinn fastur og dæmdur í fangelsi. Nei, það
varð ekki. Qjaldþrotið var ekki álitið saknæmt, og ekkert,
Se*n varðaði við lög, kom fram. —
Einu sinni, þegar við Anton vorum á gangi um nótt, á
heunleið, spurði ég hann um víxilinn sæla.
*Hvaða víxil?« spurði Anton.
‘^ú hefur þá borgað hann«, sagði ég.
Anton svaraði engu. — En þegar við skildum, segir hann,
09 mér fanst hann dálítið ergilegur: »Veiztu ekki enn þá, að
e9 vil helzt ekki minnast á neitt, sem kemur þessum manni
Vl^? Það er bezt fyrir okkur báða, og fyrir alla, að láta það
alt óumtalað«.
Og árin liðu.
Menn fóru í hundana, lifðu á slætti og fjárglæfrum, smygli
°9 leppmensku, 0g meðal þeirra var Andri. — Ég og aðrir
iiutu með tímanum, árin lögðust, hvert eftir annað, á herð-
arnar, þyngri og þyngri varð byrði lífsins, glataðra vona sak-
'eysis og sælu, minni og minni vonin og löngunin til þess að
verða nokkurn tíma að gagni, svo um munaði. Okkur fanst
e*fnurinn fara versnandi, við andvörpuðum og hugsuðum um