Eimreiðin - 01.01.1933, Page 84
64
DVR
EIMREIÐIN
Andrés þegir líka um stund, hann hallar sér aftur á bak í
stólnum á móti mér og starir á mig. — Svo stendur hann
upp, hægt og þunglamalega.
»Anton«, segir hann, tekur flöskuna af borðinu, tekur utan
um stútinn á henni, eins og barefli, og reiðir hana upp. Eg
sé nokkra dropa leka úr henni ofan á gólfið, dálitla gusu. —
Hann færir sig nær mér á teppinu, með reidda flöskuna.
»Anton«, segir hann, »ég veit um hvað þú ert að hugsa núna.
Eg veit það vel, karlinn, um hvað þú hefur verið að hugsa
öll þessi ár, síðan ég sveik þig«.
»Ekki mig«, segi ég og geng á móti honum.
»Eg vissi að þú gazt þolað það«, segir Andrés og reyndi
að gera sig háðslegan í málrómnum. »Þolað, umborið það,
með þögn og þolinmæði«.
Hann brosir, eða grettir sig, ég veit ekki hvort heldur.
Hann stendur kyr, með reidda flöskuna.
Eg ræð varla við mig — en ég reyni að hlæja.
»Af hverju komstu hingað í kvöld«, segi ég. »Hvaða blessuð
forsjón rak þig hingað? Hvernig vogaðir þú það?«
»Af hverjum illum völdum hef ég verið hér öll þessi ár?«
segir hann. »Af hverju? Þú spyrð, af hverju ég hafi verið hér,
vesæli, heimski, kjarklausi maður, góðmennið, sem trúðir mér
fyrir því, sem þú áttir bezt til, eða, að minsta kosti, heldur
að hafi verið bezt? Af hverju? Þú sást, að ég var hræddur
við þig, og það gladdi þig, þú hataðir mig, en þó vildirðu
ekki koma mér í fangelsi, þegar þú gazt það. Vildir heldur
borga stórfé. Auðvitað! Hví slær þú mig ekki? Hugleysingi,
heimskingi! Nú hef ég líf þitt í hendi minni! — Hann þagnar,
skjögrar til, breytir um málróm. — »Elsku Anton, þú ert
altaf sami, góði, meinlausi drengurinn!* — Hann ætlar að
faðma mig — höndin með reiddu flöskuna sígur niður, flaskan
dettur á gólfið. — Ég hrekk undan honum — en hann hrökl-
ast áfram og dettur niður í stól.
III.
Ég stend kyr þarna frammi fyrir honum. Hann þegir og
andar erfiðlega. —
Mér finst þetta naumast veruleiki. Það er eins og að ég