Eimreiðin - 01.01.1933, Qupperneq 87
EIMREIÐIN
DVR
67
augnablik aðeins, því ég tek viðbragð og ríf mig af honum.
~~ Og þarna stend ég másandi, og stari á hann. —
Hann er meira en ógeðslegur. Munnurinn er opinn, og það
ser í tennurnar, þessar hvítu, stóru rándýrstennur. — Augun,
óeðlilega galopin, eins og standa út úr höfðinu og stara, ger-
Samlega hreyfingarlaus, á móti. —
»Ertu villaus, maðurl* hrópa ég, þegar ég næ andanum.
*Út úr skápnuml*
»Eg er að lofa þér að finna, Anton«, urrar hann lágt,
'hversu mjúk eru faðmlögin mín. — Skilurðu?*
*Ut úr skápnum, út úr skápnumU segi ég, en hann stend-
ur kyr.
*Ut úr skápnum, manndjöfulll* öskra ég. — Hann stendur
^Vr, afskræmdur af glotti. —
*Heldurðu að henni, sem ég tók af þér, Anton, henni, ,sem
Pu varst þá ekki maður til að keppa við mig um, heldurðu
aó henni þyki faðmlögin mín mjúk? — Heldurðu að ég viti
Mö ekki, að það var hún, bölvuð skepnan, sem fór til þín og
ae þig að borga víxilinn? Og heldurðu að mér detti í hug,
a^ þú hafir gert það endurgjaldslaust? Dýrt var það, þrjátíu
Púsund krónur. — Svei ykkur!«
Það þjóta eldglæringar fram hjá mér. Ég þríf staf, stóran,
‘Sran staf, sem af tilviljun — eða hverju? hefur staðið þarna
1 Htaskápnum í mörg ár — og beðið. —
^ svipstundu er það gert. — Höggið fellur. — — —
Ekkert hljóð, — aðeins dynkurinn — dimmur — ónotaleg-
óynkurinn af högginu — og hann fellur, aftur á bak, út
Ur sl<ápnum«. —
IV.
^nton sagði mér þessa sögu í fangelsinu.
Hann sat þar, dæmdur fyrir morð.
Þórir Bergsson.