Eimreiðin - 01.01.1933, Qupperneq 108
88
SKÁLDSKAPUR OG ÁST1R“
EIMREIÐIN
eftir í viíund lesarans, er tjáning hans »tignu« kvenna á þján-
ingum sínum, þegar kynhvötinni er ekki fullnægt! Nú var að
verða eyða í bókmentunum, þar sem samskonar væri sýnt hjá
karlmönnunum. Ur því hefur nú Laxness rækilega bætt í síð-
ustu sögu sinni. Og þá standa upp S. E. og Kr. E. A. og
segja: Það er fullkomnað!
»Með viðunandi rökum gerir hann« — þ. e. Kamban —
»snarpa tilraun til þess að hreinsa Ragnheiði af grun um, að
hafa framið meinsæri á heilögum stað . . .«, segir S. E. Það
er nú svo. Það er rétt að athuga þessa snörpu tilraun, því
verið gæti þá, að þeir sem látast hata minningu Ragnheiðar
fyrir það eitt, að hún er biskupsdóttir, mættu vel við una. R.
Kvaran segir mér að lesa betur kafla þann, sem fjallar um
ástir persónanna fyrstu þrjá mánuði eftir eiðtökuna, og segir
að fullorðið fólk eigi að geta skilið, að eitthvað hafi gerzt
syipað og til var tekið, og jafnvel að Kamban gefi það í skyn.
Eg þarf ekki að lesa. En ég á að geta í eyður. En hvernig
á þá hver fullorðinn maður að komast hjá því að geta í eyð-
ur um það, sem á undan var gengið, þegar hann les kynóra-
skraf Ragnheiðar við stallsystur sína í Bræðratungu löngu
áður, og í eintali hennar á undan eiðnum? Ef nokkurstaðará
að geta í eyður í svo bersögulli bók, þá kemst enginn hjá að
álykta, að grunurinn hafi styrkst. Ég vildi ekki vera svo harð-
ur við höfundinn að geta í eyður —, því rétturinn til þess átti
að vera afnuminn með bersöglinni fyr og síðar — þó útkom-
an yrði þá fáránleg ólíkindi, eins og ég benti á, en R. Kv.
segir nú, að sé enginn stafur fyrir. Ef á að geta nokkurstað-
ar í eyður, þá hrynur afsönnunartilraunin til grunna. Og þegar
þess er gætt, að höf. gengur með miklum fjálgleik að því að
a_fsanna illan grun, þá verður síðari villan verri hinni fyrri.
Astæðan er skiljanleg. Tvö verkefni átti að leysa. Annað —
afsönnunin — hverfur úr höndum höf., vegna fyrirferðar hins.
Þetta verður óhjákvæmileg niðurstaða, ef nokkurstaðar leyfist
að geta í eyður.
Þegar þessi skáldskapar-missmíði koma fram, stendur hver
gáfumaðurinn upp á fætur öðrum og lofar höf. Það getur vart
skoðast annað en hlífð við góðan bróður, sem leiðst hefur í
vanda. En gagnvart bókmentunum og þeim, sem bækurnar
lesa, er það samábyrgðar-nesjamenska, svo ég tali á máli S. E.
S. E. segir, að ég hafi ekkert lært og engu gleymt. Sá
sannleikur er í því, að ég hef ekki getað lært að meta af-
káraleg og óhrjáleg missmíði í skáldskapnum og hlusta á
væmið lof um slíka hluti. Það skal þó fúslega játað, að skáld-
skapar-missmíði Kambans, ein saman, komu mér ekki á stað
nú. Það var stefna nútíðarinnar og líkleg áhrif hennar á vaxt-