Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1933, Side 112

Eimreiðin - 01.01.1933, Side 112
92 SKÁLDSKAPUR OQ ÁSTIR EIMREIÐIN haft tælandi. Hvorttveggja gert til þess að vísa æskunni leið- ina milli Dýradals og Króksins, eftir því sem hentast þætti, alt undir nafninu heilbrigð þörf. Já, vísindin hafa líka reynt að sýna, að vín- og eiturnautnir væru til að fullnægja heil- brigðri þörf. Hvers vegna eru reykingar bannaðar í skólum? Það er gert vegna þess, að sú stofnun, sem á að hjálpa til að skapa máttuga menn, vill ekki hafa innan sinna veggja há- talara, sem kalli til viðspyrnuskortsins á hverju augnabliki. En með hátalara-meðferð þessa erindis var læknisfræðilegum ráð- um — ef til vill til einhvers nýtum á sína vísu — beitt til ófarnaðar, en til fylgis við ákveðna uppeldisstefnu. Þessi nýja uppeldisstefna eggjar fram alt, sem hún getur til þess að gera mennina að dúnfjöðrum og leir, og til þess að marka á sem flesta æskumenn þann svip, sem Laxness sýnir á myndinni, sem ég benti á. En það þýðir í raun og veru ekki annað en smölun æskunnar í deigluna, sem Henrik Ibsen talar um í Pétri Gaut, þar sem persónuleikinn uppleysist og hverfur í haf múgmenskunnar. Og skáldin vinna hér Iangmest á. Og hvers vegna? Af því skáldin nota gáfuna til þess að framkalla það, sem verkar til undansláttar við að ná hinum mikla tilgangi, þroskun mannsins, með það fyrir augurn, að því er virðist, sem nú rétt í þessu var bent á. Skáldin gætu brugðið upp björtum vitum til þess að varna drottinssvikunum, líka í meðferð þessa efnis. En ekki er rétt að hvetja til þess, að íslenzku skáldin, sem hér er um rætt, reyni það. Til þess að valda slíkum viðfangsefnum, þarf bæði spámannlegan kraft og afburða snilli. Það er ekki barnameðfæri. Bók Kambans er sýnishorn slíkra mistaka. Svo koma ritdómararnir og reka smiðshöggin á. Eg ætla að nefna dæmi af einum ritdómara. í Iðunni (XIV. ár, bls. 396) segir S. E., eftir að hafa þar sagt, að G. K. skrifi bókina fyrir mat sínum: >Þessa frásögn um ástir Daða og Ragnheiðar skortir þá djúpsýn og skygni í með- ferð, er geri hana að sögunni um sjálfa hina mannlegu ást, sem birtist oss nakin í mætti sínum og ægifegurð*. Og eftir því sem bezt er hægt að skilja dómarann, þá stafar þessi skortur af því, að yrkisefnið er ekki tekið meðal þeirra, sem mest þjást. Hér kemur dæmi alveg upp í hendurnar, sem fell- ur við þann ramma, sem hitt átti ekki við í. Og það er hjá Laxness í »Vínviðnum hreina«, eða myndin af því, sem gerð- ist fyrstu nóttina, sem Sigurlína gisti í Mararbúð, og af því, sem á eftir fór. Þar er »nakin mannleg ást í mætti sínum og ægifegurð«. Með tólf tilvitnunum — geta verið fleiri — úr þessum greinum S. E., skal bent á, ef rengt verður, að smæl- ingjavininum er gert rangt til, ef hann er skilinn öðruvísi. Það, sem Einar Benediktsson segir, að sé »það lægsta og dýrsleg-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.