Eimreiðin - 01.01.1933, Page 118
98
HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO
EIMREIÐIK
ekki haldið honum í skefjum. Að minsta kosti einu sinni í
viku rak kona hans hann vægðarlaust í burtu. Tvo eða þrjá
næstu daga hafði hann ekki hug í sér til þess að koma heim
aftur og berja að dyrum. Hvert fór hann þá? Hvar svaf hann?
Hvernig fór hann að því að lifa?
Honum geðjaðist að mér, undir eins á fyrsta degi, frá þeim
degi, þegar ég kyntist honum. Þegar ég varð að sitja og
hlusta á masið í tilvonandi tengdamóður minni, þá sneri hann
sér að mér og brosti í sífellu, og neðri vör hans, sem slapti
dálítið, skalf um leið.
Þegar ég stóð á fætur og ætlaði að fara, sagði hann vi&
mig með lágri röddu og sýnilega hræddur:
»Ég fer út líka«.
Við fórum út saman. Hann var óstöðugur á fótunum. Þegar
við fórum niður stigann, sá ég að hann reikaði. Ég sagði við hann:
»Viljið þér styðja yður við mig?«
Hann þáði það og studdi sig við mig. Þegar við vorum
komnir út á götu, þá dró hann alls ekki að sér höndina, þó
að ég reyndi að losa mig. I fyrstu þagði hann, en öðru hvoru
sneri hann sér að mér og kom svo nálægt með andlitið, að
börðin á hattinum hans rákust í mig. Hann hélt áfram að
brosa, og um leið heyrðist einkennilegt korr í honum eins og
til þess að rjúfa þögnina.
Ég man að það var í rökkrinu, og það var mjög hlýtt
kvöld. Það var mannmargt á götunum. Tveir spilarar léku lag
úr Norma, annar á flautu, hinn á gítar, fyrir framan kaffihús
eitt. Ég man eftir því, að vagn fór fram hjá. I honum var
særður maður og tveir lögregluþjónar.
Að lokum sagði hann um leið og hann tók fast um hand-
legg mér:
»Ég er ánægður, skaltu vita. Sannarlega er ég ánægður.
En hvað þú hlýtur að vera góður sonur! Mér þykir þegar
vænt um þig, skaltu vita«.
Hann sagði þetta næstum krampakent. Hann var niðursokk-
inn í eina hugsun, eina löngun, þó hann skammaðist sín fyrir
að segja frá henni. Og hann fór að hlæja eins og fábjáni.
Því næst varð aftur þögn. Svo endurtók hann: