Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1933, Page 118

Eimreiðin - 01.01.1933, Page 118
98 HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO EIMREIÐIK ekki haldið honum í skefjum. Að minsta kosti einu sinni í viku rak kona hans hann vægðarlaust í burtu. Tvo eða þrjá næstu daga hafði hann ekki hug í sér til þess að koma heim aftur og berja að dyrum. Hvert fór hann þá? Hvar svaf hann? Hvernig fór hann að því að lifa? Honum geðjaðist að mér, undir eins á fyrsta degi, frá þeim degi, þegar ég kyntist honum. Þegar ég varð að sitja og hlusta á masið í tilvonandi tengdamóður minni, þá sneri hann sér að mér og brosti í sífellu, og neðri vör hans, sem slapti dálítið, skalf um leið. Þegar ég stóð á fætur og ætlaði að fara, sagði hann vi& mig með lágri röddu og sýnilega hræddur: »Ég fer út líka«. Við fórum út saman. Hann var óstöðugur á fótunum. Þegar við fórum niður stigann, sá ég að hann reikaði. Ég sagði við hann: »Viljið þér styðja yður við mig?« Hann þáði það og studdi sig við mig. Þegar við vorum komnir út á götu, þá dró hann alls ekki að sér höndina, þó að ég reyndi að losa mig. I fyrstu þagði hann, en öðru hvoru sneri hann sér að mér og kom svo nálægt með andlitið, að börðin á hattinum hans rákust í mig. Hann hélt áfram að brosa, og um leið heyrðist einkennilegt korr í honum eins og til þess að rjúfa þögnina. Ég man að það var í rökkrinu, og það var mjög hlýtt kvöld. Það var mannmargt á götunum. Tveir spilarar léku lag úr Norma, annar á flautu, hinn á gítar, fyrir framan kaffihús eitt. Ég man eftir því, að vagn fór fram hjá. I honum var særður maður og tveir lögregluþjónar. Að lokum sagði hann um leið og hann tók fast um hand- legg mér: »Ég er ánægður, skaltu vita. Sannarlega er ég ánægður. En hvað þú hlýtur að vera góður sonur! Mér þykir þegar vænt um þig, skaltu vita«. Hann sagði þetta næstum krampakent. Hann var niðursokk- inn í eina hugsun, eina löngun, þó hann skammaðist sín fyrir að segja frá henni. Og hann fór að hlæja eins og fábjáni. Því næst varð aftur þögn. Svo endurtók hann:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.