Eimreiðin - 01.01.1933, Side 144
124
RITSJÁ
EIMREIÐIN
Blær ljóðanna er líklegur til þess að falia almenningi vel í geð, og sum
kvæðanna geta náð því að verka eins og veigar úr blómaskál vorsins,
þó að sætubragðið sé helzt til mikið. í ljóðunum ber mikið á lýsingar-
orðum eins og sætur, blíður, mildur, Ijúfur, sæll, indæll og öðrum slík-
um. Nú eigum við svo mikið af sætleik, blíðu, mildi, Ijúfleik, sælu og
öðru yndi á rómantiska vísu hjá þeim Jónasi, Steingrími og öðrum góð-
skáldum fyrri tíma, að það þarf talsvert til hjá ungu skáldi svo að þessir
gömlu sjafnarsöngvarar verði því ekki alstaðar ofjarlar í blíðskaparmál-
um, og Iesandinn dæmi svo Ijóðin ýmist væmin eða stæld eða hvort-
tveggja. Stundum er þessi dómur óréttmætur, en fellur eigi að síður, og
oft einna þyngstur hjá ljóðelskri alþýðu, sem þekkir sín góðu, gömlu
skáld, kann þau utanað og ýfist við, ef hin yngri nálgast þau.
Kjartan Olafsson var þegar orðinn allkunnur af kvæðum sínum, sem
birzt höfðu í blöðunum, áður en þessi ijóðabók hans kom út. Hann hef-
ur einkum ort mikið af tækifæriskvæðum, en fyrir þá tegund skáldskap-
ar er jafnan þörf í bæ eins og höfuðstaðnum, þar sem oft þarf á afmæl-
isvísum, brúðkaupskvæðum, ýmiskonar vígsluljóðum, og síðast en ekki
sízt erfiljóðum, að halda. Sv. S.
Jónas Thoroddsen: VINJAR, kvæði, Rvík 1932 (Acta). Höfundur þess-
arar bókar er ungur maður og á vafalaust eftir að ná fullum þroska.
Kvæðin hafa ýms einkenni bölsýninnar. Hinn ungi höfundur barmar sér
út af brostnum vonum og yrkir um líf sitt, sem sé „glatað og eytt“, um
frostið og fannirnar, sem „drápu fegurstu kvæðin mín“ o. s. frv. I fyrsta
kvæðinu er vegferð manna í lífinu líkt við eyðimerkurför, þar sem
draumalönd ljóssins séu framundan að leiðarlokum, og af heiti kvæðanna
má ráða að höf. telji listirnar, eða að minsta kosti óðlistina, þær vinjar
á vegferðinni um eyðimörkina, sem geti sætt mennina við ferðalagið.
Hinn ungi höf. vill Iáta ljóð sín verða gróðurbletti í Iífi þeirra, sem um
eyðimörkina hrekjast, þeirra, sem þjást og erfitt eiga. Hann kveðst ekki
ætla sér „að yrkja um sólskinsdaga, á meðan fannir, frost og él er flestra
æfisaga", heldur vill hann fá æskumennina til að greiða götu þeirra, sem
„líða sorg og þrautir" (Saga raunverunnar). Framtíðin verður að skera
úr því, hvernig þetta göfuga áform tekst. Af þessari bók verður ekki
ráðið, hvort höf. eigi þá andagift, sem er skilyrðið til stórræða, þó að
kvæðin séu mörg lagleg. Síðast í bókinni er stutt smásaga, Erla, sem ber
vott um góða stílgáfu. Sv. S.
Ferðafélag íslands: ÁRBÓK 1932.
Árbók þessi er aðallega helguð Snæfeilsnesi. Helgi kennari Hjörvar
ritar þar langa og fróðlega lýsingu á Snæfellsnesi, Ólafur próf. Lárusson
ritar um þrjá sögustaði á Þórsnesi, Jón veðurfræðingur Eyþórsson um
Snæfellsjökul og próf. Quðm.Q. Bárðarson um jarðmyndanir á Snæfellsnesu
Ritgerðum þessum fylgir fjöldi Ijósmynda og teikninga, ásamt uppdræt*1
af Snæfellsnesi. Er það næsta þarflegt að kynna mönnum þann ókann-