Eimreiðin - 01.01.1933, Qupperneq 146
126
RITSJÁ
EIMREIÐIN
inni. Fágætara er að rekast á beinan misskilning eins og það, að ísiaka
sé svo mjög að vænta á sjóleiðinni milli Skotlands og íslands (bls. 76)
eða að margir vestur-íslendingar hafi verið fengnir heim frá Ameríku til
að aðstoða lögregluna hér heima á alþingis-hátíðinni (bls. 140). Síðari
missögnin er heldur ekki sök höfundarins, heldur upplýsingar, sem hann
fær hjá íslenzkum lögreglumanni frá Chicago, er hann hittir á Reykjavík-
urgölum, ef hér er þá ekki að ræða um smávegis skáldaleyfi, sem höf-
undurinn tekur sér til þess að krydda lítið eitt frásögnina. Of fast er líka
að kveðið, þegar höf. getur þess (bls. 155), að fyrir forgöngu þáverandi
kenslumálaráðherra hafi um átján stórir lýðháskólar verið settir á stofn í
landinu. En yfirleitt eru lýsingar höfundarins af landinu, þjóðinni, hátíða-
höldunum og einstökum mönnum allnákvæmar og sannorðar, það sem
þær ná. Hinu má ekki gleyma, að hér er ekki verið að rita hagfræðilega
lýsingu, heldur fyrst og fremst ferðasögu fyrir unglinga. Á þetta bendir
höfundurinn sjálfur, enda hefði bókin orðið með alt öðrum blæ, ef hag-
skýrslur hefðu tekið upp mikið rúm.
Jón Sveinsson og félagi hans leggja af stað í Islandsferðina frá Heeren-
berg í Hollandi 14. júní, þaðan yfir Holland til Lundúna um Harwich og
frá Lundúnum tii Edinborgar. Frá Leith er svo ferðinni haldið áfram til
Islands með „Brúarfoss" og komið til Reykjavíkur 23. júní, eftir að hafa
komið við á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum. Síðan taka við hátíða-
höldin bæði í Reykjavík og á Þingvöllum, heimboð hjá forsætisráðherra,
um borð í franska herskipinu „Suffren", hjá konungi íslands og Dan-
merkur um borð í „Niels Juul“, endurfundir við ýmsa ættingja og gamla
vini, þar á meðal Friðrik, bróður höfundarins, sem kominn er frá Winni-
peg til að vera á þúsundárahátíðinni, ferðalög í bílum og á hestum og
ennfremur í flugvél til Akureyrar. Ollu er þessu lýst af einlægni og inni-
legum fögnuði þess manns, sem lítur aftur ættjörð sína eftir margra ára
fjarveru. Og allsstaðar blandast innan um aðalefnið frásögur um drengi,
sem höfundurinn hittir, og allir þekkja Nonna og sögurnar hans. Það
leynir sér hvergi, hve höfundurinn er mikiil barnavinur.
Enn sem komið er hefur engin ítarleg lýsing á hátíðarviðburðum sum-
arsins 1930 á Islandi komið út í bókarformi. Þessi ferðasaga Jóns Sveins-
sonar bætir að vísu ekki úr þessu, enda mun henni aldrei hafa verið
ætlað að gefa fullnaðar-lýsingu á þeim. Hitt hefur höfundi tekist, að
lýsa með Ijósum dráttum þeim hátíðahug og hátíðabrag, sem einkendi
íslenzkt þjóðlíf á þessu þúsund ára afmæli alþingis. Su. S.
NORDENS KALENDER 1933.
Norræn samvinna hefur hlotið nýjan þrótt með stofnun félagsins
„Norden", sem orðið er til upp úr stúdentamótum áranna fyrir og um
heimsstyrjöldina miklu og nær með rætur sínar alla Ieið aftur á fVrrJ
hluta 19. aldar, er gamli skandinavisminn stóð með blóma. Mönnum
hættir oft til að dæma þessa hreyfingu harðar en hún á skilið, af þvl
að þeir hafa ekki komist inn að kjarna hennar. Það er að vísu satt, að