Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Síða 12

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Síða 12
 „ A F ÞVÍ LÆRA BÖRNIN MÁLIÐ" Eitt af því sem öðru fremur einkennir mál ungra barna er að það er oftast bundið stað og stund, og því að umræðuefnið sé í samhengi við athafnir sem verið er að framkvæma („contextualized language")- Smám saman lærist barninu að tala um þá sem eru fjarstaddir, hluti, atburði eða athafnir sem ekki eru hér og nú. Flest börn eiga lengi fullt í fangi með að nota málið sem sjálfstætt táknkerfi („decontextu- alized language") sem vísar til þess að málið er notað óháð návist þess fólks, hluta og atburða sem vísað er til. Þessi hæfni byggist á fjölþættri félagslegri og mállegri þekkingu, auk vitþroska sem þróast á löngum tíma. Þessi einkenni í máli manna eru hvað afdrifaríkust fyrir mannlega hugsun og samskipti. Raunar byggist allt formlegt nám: lestur, ritun og hlustun að miklu leyti á hæfni til að nota málið á þennan hátt og er það sá þáttur tungumálsins sem mest er í mótun á skólaárunum (Hrafnhildur Ragnarsdóttir 1989:22-23, 1993:53, Snow 1991b). Rannsóknir Cathrine Snow, sem hefur látið sig ofangreint fræðasvið miklu varða, hafa leitt til aukins skilnings á einkennum í málþróun sem stuðla að því að börn nota málið sem sjálf- stætt táknkerfi (1983, 1989, 1990, 1991a, 1991b). Hún telur að ekki sé hægt að líta á mál sem einhvern afmarkaðan efnisþátt heldur þrói börn margs konar hæfni þar sem hver og ein hefur eigin tilgang og stuðlar á sinn hátt að færni í að tala, lesa og skrifa (sjá nánar Rannveigu A. Jóhannsdóttur 1996:16-17). Margar rannsóknir staðfesta að meðvituð málkennd („linguistic awareness") sé mikilvægur áhrifavaldur í þróun lestrar og ritunar (Garton og Pratt 1989, Lundberg o.fl. 1980, Lundberg o.fl. 1988). Meðvituð málkennd vísar til þess þegar barn getur greint form málsins frá merkingu þess og verður það ljóst að orð hafa ólík form og ákveðin hlutverk auk merkingar. Barnið hefur náð þroska til að hugsa um tvennt í einu, samanber kenningu Piaget, annars vegar form og hins vegar innihald. Svo virðist sem meðvituð málkennd þroskist verulega hjá barni á aldursbilinu fimm til átta ára. Smátt og smátt verður það færara að greina fjölþætta eiginleika málsins. Það getur greint einstök hljóð og hljóðasambönd, áttað sig á mismunandi formum sömu orða og breytilegri merkingu þeirra. Jafnframt eykst leikni þess í að nota málið á fjölbreyttan hátt, gera sig skiljanlegt og skilja aðra. Læsi Læsi felur í sér frumþætti móðurmálsins, tal, hlustun, lestur og ritun. Að verða læs þýðir að skilja og ráða yfir færni sem byggist á þeim öllum (Garton og Pratt 1989). Grundvöllur læsis og þróunar þess („emergent literacy") er lagður í umhverfi barnsins frá byrjun. Frá unga aldri öðlast barnið margs konar þekkingu á hlutverki og tilgangi ritaðs máls. Barnið lærir af því að upplifa og uppgötva ýmislegt um rit- mál í daglegu lífi sínu. Ein mikilvæg leið til þess að þróa læsi eru samtöl á milli barns og fullorðins þegar barnið talar um hvað eina sem því liggur á hjarta, fær athygli og finnur áhuga viðmælanda síns (Clay 1991b, Teale og Sulzby 1989). Ýmsir fræðimenn, þar á meðal Snow (1983), hafa bent á hvernig leiðir tvinnast í þróun tals, lestrar og ritmáls þegar málið er notað sem sjálfstætt táknkerfi og verður farvegur margvíslegra hugmynda og upplifana. Ahrifa þessa gætir í uppeldi og starfi með börnum á forskólaaldri þegar áhersla er lögð á fjölbreytt viðfangsefni sem hvetja börn til að upplifa og nota ritmál (Hagtvet 1994). 10 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.