Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 88

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Blaðsíða 88
SKAPAR ÆFINGIN MEISTARANN? allir sátu á meðan og biðu eftir að röðin kæmi að þeim. Framburðurinn var upp og ofan og hún átti erfitt með að fylgjast með. Ég er nú kannski ekki með neina betri lausn, en svona heill tími! ... Hvað græddu þau? Allavega að láta þau vinna eitthvað sjálf. Var ekki hægt að brjóta þetta upp með einhverjum spurningum? (E/2) A þessari einhæfu kennslu sá Elín þó eina undantekningu sem varð henni mjög hugstæð og virtist koma til móts við væntingar hennar. Hún kom í kennslustund þar sem nemendur voru að semja leikrit í hópum. Þau unnu öll á fullu og voru ofsalega áhugasöm. Kennarinn gekk bara um og fylgdist með. (E/2) Elín hafði aldrei séð svona kennsluhætti og þetta sýndi henni nýja hlið á hlutverki kennarans. Þrátt fyrir nokkur vonbrigði með skólaheimsóknirnar vöktu þær hana til umhugsunar um ýmsa þætti sem snertu starfið í skólastofunni. Elín var augljós- lega farin að gefa nemendum nánari gaum og velta fyrir sér mikilvægi þess að virkja þá. Elínu fannst hún fá allt of fá tækifæri til að vera úti í skólum. Hún gagnrýndi námið í kennsluréttindunum fyrir að vera of fræðilegt, þetta væri allt gert svo flókið. Henni fannst hún vera í lausu lofti. Hún hafði hafnað því sem hún þekkti en fannst hún ekki fá neitt haldbært í staðinn. Elín batt því miklar vonir við æfinga- kennsluna. Það vantar meiri tengingu við raunveruleikann. Meira verklegt,já, að jylgjast meira með. Við erum alltaf í þessutn kassa [háskólanum]. Eg vona að það kvikni eitthvert Ijós í þessari æfingakennslu, að égfái þá alla vega nasasjón og geti tengt. (E/2) Þrátt fyrir þetta var ljóst að hugmyndir Elínar um kennarann voru að taka á sig nýtt form. I október sagði hún að hlutverk kennarans væri „að láta nemendur vinna, láta nám eiga sér stað, vekja áhuga þeirra og virkja þá". Hugsanlega var þetta aðeins bergmál frá kennslunni í kennslufræðinni og hún taldi sig ekki vita hvernig hún ætti að fara að því að ná þessu fram. Henni fannst hún ekki vera vel búin undir æfingakennsluna, fannst vanta að það væri talað um hvernig ætti að kenna hennar grein, en kennslufræði tungumála var ekki kennd fyrr en á vorönn. Elín fór til æfingakennara sem var mjög reyndur og þekktur fyrir að halda uppi ströngum aga. Henni fannst hann ganga í berhögg við flest sem sagt var í kennslu- fræðunum og það gerði hana óörugga og vakti hjá henni togstreitu: ... íæfingakennslunni, hún var svo hörð. Átti ég að vera eins og hún eða átti ég að vera einhvern veginn öðruvísi. Hérna [í háskólanum] er sagt að samband kennara og nemanda sé svo mikilvægt. (E/3) Elín var í leit að fyrirmynd. Einhverjum sem hún gæti líkt eftir. Það urðu henni því vonbrigði að finna ekki þessa fyrirmynd í æfingakennaranum. Hún taldi enn að verið væri að gera kennsluna miklu flóknari en efni stæðu til og ríghélt í sína einföldu mynd. Hún átti því erfitt með að gera sér grein fyrir hvað hún hefði borið úr býtum í æfingakennslunni. Henni fannst hún ekki hafa séð það ljós sem hún vonaðist eftir. Mér finnst ég vita eitthvað meira [eftir æfingakennsluna]. Samt er þetta náttúrlega ekki eins voðalega flókið eins og verið er að segja manni að þetta sé, þú veist svona 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.