Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 109
_ BÖRKUR HANSEN, ÓLAFUR H. JÓHANNSSON, STEINUNN HELGA LÁRUSDÓTTIR
þetta hafi bæst aukin sókn ýmissa félagasamtaka, svo sem íþrótta- og líknarfélaga
auk sölumanna bóka, námsgagna og húsbúnaðar og svo mætti lengi telja. Flest eða
öll erindi af þessu tagi berast inn á borð skólastjórnenda og sá tími sem fer í af-
greiðslu þeirra getur orðið drjúgur ef ekki er spyrnt við fótum. Þessir þættir kunna
að skýra að nokkru leyti hvers vegna stjórnun/umsýsla reynist skólastjórum svo
tímafrek.
Skólastjórar hafa enn fremur bent á að þeim málaflokkum fjölgi sífellt sem talið
sé nauðsynlegt að skólarnir fjalli um án þess að til komi viðbótartímar (Aðalnámskrá
grunnskóla 1989:170-180). Það kalli á nákvæmari og flóknari starfsáætlanir af hálfu
stjórnenda. Loks hafa þeir bent á að krafan um faglega forystu og ábyrgð skóla-
stjóra hafi farið vaxandi. Þessar áherslur komi fram í almennri umræðu um skóla-
mál og séu undirstrikaðar í Aðalnámskrá grunnskóla (1989:180), í skýrslu Jóns Torfa
Jónassonar og Halldórs Jónssonar (1990:50), skýrslunni Til nýrrar aldar (1991:71),
skýrslu Nefndar um mótun menntastefnu (1994:10-12) og síðast en ekki síst í Lögum
um grunnskóla frá 1995.
Það vægi sem skólastjórar við íslenska grunnskóla vilja gefa námskrárvinnu og
áætlanagerð bendir til eindregins vilja þeirra til þess að beina kröftum sínum í
ríkari mæli en nú er að stefnumótandi þáttum í starfi sínu. Af framansögðu má þó
leiða að því líkur að skólastjórar telji sig klemmda á milli daglegra stjórnunarstarfa
og langtíma forystuhlutverks. I reynd gefst lítill tími til langtíma áætlanagerðar, svo
sem námskrárvinnu og annarra þróunarstarfa, því hið daglega amstur og umsýsla
ber þessa þætti ofurliði.
I öllum samanburði á raunverulegri röðun verkefna og forgangsröð verður að
huga að þeim niðurstöðum sem rannsóknir á störfum stjórnenda hafa leitt í ljós.
Hér nægir að vísa til Sergiovanni (1987) sem bendir á að það séu fyrst og fremst
stjórnendur sjálfir sem ákveði forgangsröð verkefna sinna. Raunar sé þetta atriði,
það er hversu vel mönnum tekst að vinna í samræmi við eigin forgangsröð, ein
gleggsta vísbending um það hversu skilvirkir þeir séu. Um leið skilji þetta atriði á
milli þeirra stjórnenda sem ná góðum árangri og hinna sem vegnar verr í starfi
(Miklos 1980, vitnað eftir Sergiovanni 1987:8-9). Því má draga þá almennu ályktun
að styrkja þurfi forystuhlutverk skólastjóra í íslenskum grunnskólum. Það rennir
stoðum undir þá ályktun að viðfangsefni tengd starfsfólki lenda neðarlega á for-
gangslista skólastjóra og virðast jafnframt veita þeim litla ánægju í starfi þótt þau
taki stóran hluta af tíma þeirra.
Mikilvægt er að leita leiða sem stuðla að því að skólastjórar geti minnkað bilið
milli raunverulegra og ákjósanlegra áherslna í starfi. Stuðningur í starfi, endur-
menntun og formlegt nám skólastjóra hlýtur að beinast að því að árangur af starfi
þeirra verði sem mestur. Jafnframt þurfa lög, reglugerðir og erindisbréf að undir-
strika sömu ímyndir og vinnubrögð við stjórnun skóla. Skólastjórar vilja verja
auknum tíma í faglega forystu. Til að svo megi verða þurfa þeir að forgangsraða
viðfangsefnum sínum öðruvísi en raun ber vitni.
107