Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 109

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 109
_ BÖRKUR HANSEN, ÓLAFUR H. JÓHANNSSON, STEINUNN HELGA LÁRUSDÓTTIR þetta hafi bæst aukin sókn ýmissa félagasamtaka, svo sem íþrótta- og líknarfélaga auk sölumanna bóka, námsgagna og húsbúnaðar og svo mætti lengi telja. Flest eða öll erindi af þessu tagi berast inn á borð skólastjórnenda og sá tími sem fer í af- greiðslu þeirra getur orðið drjúgur ef ekki er spyrnt við fótum. Þessir þættir kunna að skýra að nokkru leyti hvers vegna stjórnun/umsýsla reynist skólastjórum svo tímafrek. Skólastjórar hafa enn fremur bent á að þeim málaflokkum fjölgi sífellt sem talið sé nauðsynlegt að skólarnir fjalli um án þess að til komi viðbótartímar (Aðalnámskrá grunnskóla 1989:170-180). Það kalli á nákvæmari og flóknari starfsáætlanir af hálfu stjórnenda. Loks hafa þeir bent á að krafan um faglega forystu og ábyrgð skóla- stjóra hafi farið vaxandi. Þessar áherslur komi fram í almennri umræðu um skóla- mál og séu undirstrikaðar í Aðalnámskrá grunnskóla (1989:180), í skýrslu Jóns Torfa Jónassonar og Halldórs Jónssonar (1990:50), skýrslunni Til nýrrar aldar (1991:71), skýrslu Nefndar um mótun menntastefnu (1994:10-12) og síðast en ekki síst í Lögum um grunnskóla frá 1995. Það vægi sem skólastjórar við íslenska grunnskóla vilja gefa námskrárvinnu og áætlanagerð bendir til eindregins vilja þeirra til þess að beina kröftum sínum í ríkari mæli en nú er að stefnumótandi þáttum í starfi sínu. Af framansögðu má þó leiða að því líkur að skólastjórar telji sig klemmda á milli daglegra stjórnunarstarfa og langtíma forystuhlutverks. I reynd gefst lítill tími til langtíma áætlanagerðar, svo sem námskrárvinnu og annarra þróunarstarfa, því hið daglega amstur og umsýsla ber þessa þætti ofurliði. I öllum samanburði á raunverulegri röðun verkefna og forgangsröð verður að huga að þeim niðurstöðum sem rannsóknir á störfum stjórnenda hafa leitt í ljós. Hér nægir að vísa til Sergiovanni (1987) sem bendir á að það séu fyrst og fremst stjórnendur sjálfir sem ákveði forgangsröð verkefna sinna. Raunar sé þetta atriði, það er hversu vel mönnum tekst að vinna í samræmi við eigin forgangsröð, ein gleggsta vísbending um það hversu skilvirkir þeir séu. Um leið skilji þetta atriði á milli þeirra stjórnenda sem ná góðum árangri og hinna sem vegnar verr í starfi (Miklos 1980, vitnað eftir Sergiovanni 1987:8-9). Því má draga þá almennu ályktun að styrkja þurfi forystuhlutverk skólastjóra í íslenskum grunnskólum. Það rennir stoðum undir þá ályktun að viðfangsefni tengd starfsfólki lenda neðarlega á for- gangslista skólastjóra og virðast jafnframt veita þeim litla ánægju í starfi þótt þau taki stóran hluta af tíma þeirra. Mikilvægt er að leita leiða sem stuðla að því að skólastjórar geti minnkað bilið milli raunverulegra og ákjósanlegra áherslna í starfi. Stuðningur í starfi, endur- menntun og formlegt nám skólastjóra hlýtur að beinast að því að árangur af starfi þeirra verði sem mestur. Jafnframt þurfa lög, reglugerðir og erindisbréf að undir- strika sömu ímyndir og vinnubrögð við stjórnun skóla. Skólastjórar vilja verja auknum tíma í faglega forystu. Til að svo megi verða þurfa þeir að forgangsraða viðfangsefnum sínum öðruvísi en raun ber vitni. 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.