Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Qupperneq 6
IV
fleiri en ella myndi. Pá munu þeir, sem fróðir eru fyrir, flnna tals-
vert af nýjum skýringum eða nýjar athugasemdir við eldri skýringar.
En mest erindi til fræðimannanna á sá þáttur bókarinnar, sem um
leið er alþýðlegastur: Skáldið. Stefnu bókarinnar frá ritskýringar-
innar sjónarmiði hef ég reynt að marka í þættinum: Ferill (smbr.
formála bókar minnar um Snorra Sturluson).
Peim, sem áður eru lítt kunnugir Völuspá, vildi ég ráða til að lesa
fyrst »lagfærða textann«, og þá þættina »Ferill« og »Skáldið«. Að því
búnu geta þeir ráðist i að lesa bókina frá upphafl til enda.
Landsbókasafn vort er ekki svo auðugt, að efni til slíkrar bókar
verði safnað til hlítar hér í Reykjavík. Talsvert miklu hef ég orðið að
viða að mér í erlendum bókasöfnum, í Kaupmannahöfn 1920, en eink-
um i Leipzig 1921. Víða hef ég því ekki haft rit þau, sem til er vitnað,
þegar ég fullsamdi bókina og lét prenta hana, heldur að eins seðla
mína og ágrip af ritgerðum. Petta hefur verið allbagalegt, og má vera,
að einhver ónákvæmni hafl hlotist af. Frá dvöl minni i Leipzig minn-
ist ég með þakklæti prófessoranna Sievers og Mogk, sem greiddu götu
mína á allan hált. Mag. art. Björn K. Pórólfsson í Kaupmannahöfn
hefur í sumar sent mér eftirrit af einni ritgerð, sem ég hafði ekki
náð til. Pórbergur Pórðarson málfræðingur hefur léð mér skýringar
Völuspár, ritaðar eftir fyrirlestrum Björns M. Ólsens, og eru einstök
atriði tekin úr þeim (þar sem vitnað er til B. M. Ó., án þess nokkur
bók sé nefnd). Við kirkjusögufræðinga vora, dr. Jón Helgason biskup
og Magnús Jónsson dócent, hef ég rælt um óttann við dómsdag um
árið 1000, og hefur hinn síðarnefndi bent mér á eitt rit, sem vitnað
er í. Kann ég öllum þessum mönnum beztu þakkir fyrir hjálpsemi
þeirra.
Okt. 1923.
Sigurður Nordal.
v