Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Síða 13
HANDRIT
3
niörgum vísum og hefur víða bersýnilegar afbakanir, sem
ekki eru verðar þess að tilfæra þær.
Frumrit K er líklega nokkru yngra en Sn-E, og er ekki
óliklegt, að rit Snorra hafi komið safnanda af stað og leið-
beint honum i einstökum atriðum. En hann gerði þessi
kvæði að sérfræðum sínum, hefur leitað betur fyrir sér en
Snorri, og fengið texta, sem i heild sinni er vandaðri. 1 rit-
hætti K er ekkert, sem bendir til eldra frumrits en frá öðr-
um fjórðungi 13. aldar.
Langerfiðast er að gera sér grein fyrir, hvernig texti H er
til orðinn. En það er alveg íráleitt, að hann sé runninn frá
sama frumriti og K. Jafnvel þótl H-textinn væri ritaður eftir
minni af manni, sem lært hefði kvæðið á bók, væri erfitt
að skýra mismuninn, einkum það sem er fyllra og betra í
H. Að vísu hefur verið gerð tilraun til þess að sýna fram
á, að H væri allsstaðar lakari en K, þar sem þeim ber á
milli (Niedner, Ragnarök 241 o. áfr.). En Niedner tekur þar
svo bersýnilega að sér að sanna vissan málstað, að rök-
semdaleiðsla hans verður með pörtum einskis virði. Hann
vill ekki einu sinni viðurkenna, að 60, 5—6: ok minnask
þar á megindóma — sem af bersýnilegri vangá ritarans
vantar i K, sé upprunalegt í kvæðinu. En smekkur N. er
all of laus á kostunum til þess að fella úrslitadóma eftir
honum. Hann kallar t. d. vísuorðin: þœrs í árdaga áttar
höfðu (61. v.) — aumasta hortitt (elenden lúckenbuszer).
Ætli sum stórskálda-kvæðin þjóðversku færi ekki að verða
smágötótt, ef tina ætti burt úr þeim öll vísuorð, sem stæðist
ekki svo strangan mælikvarða? í einu atriði (um 65. v.)
mun ég vikja að röksemdum N. í skýringunum.
Af því að handritin eru ekki runnin frá sameiginlegu
frumriti, er erfitt að gera grein fyrir skyldleik þeirra. Bugge
telur R og H nákomnara hvort öðru en Sn-E; Sijmons
aftur á móti H og Sn-E; Boer setur H og Sn-E i flokk
saman, en telur K hafa orðið fyrir áhrilum af Sn-E. Ég er
i þessu efni að vissu leyti sammála Boer, þó að ég skýri
þessi sambönd öðruvísi (hann gerir ráð fyrir sameiginlegu
frumriti): frumrit K gat vel orðið fyrir beinum áhrifum frá
Gylfaginningu, skyldleiki H og Sn-E (W) er mjög skiljan-
legur, þar sem sami maður heíur ritað hvorttveggja.
Útgáfu kvæðisins het ég hagað svo, að prentaður er texti
K, og ekki frá honum vikið nema á stöku stað, og þá jafn-